Hugur - 01.01.2018, Síða 91

Hugur - 01.01.2018, Síða 91
 Dýrin, skynsemin og hið samúðarfulla ímyndunarafl 91 hverri mynd að skynsemin skapi manninum sérstöðu í náttúrunni; hann einn hafi skynsemi og hún skapi honum, ólíkt öðrum dýrum, þegnrétt í ríki siðferðis. Þannig taldi Descartes, eins og Costello lýsir í fyrirlestri sínum, að dýrum væri best líkt við vélar, öfugt við menn sem hefðu bæði sál og hugsun. Kant, líkt og heilagur Tómas, taldi að sú skylda að beita dýr ekki ofbeldi eða grimmd væri í raun skylda mannsins við sjálfan sig. Dýr skorti þá tegund skynsemi sem væri eini mögulegi grundvöllur siðferðilegrar virðingar og skyldu, og þess vegna hefðu menn engar skyldur gagnvart dýrum sem slíkum. Þeim bæri að meðhöndla dýr af miskunnsemi vegna þess að ella væri hætta á að þeir deyfðu tilfinningu sína fyrir þjáningu þeirra, og veiktu þannig eða upprættu jafnvel með öllu náttúrulega hneigð sína, sem væri siðferðilega gagnleg í samskiptum við aðra menn.10 Í The Lives of Animals er sýnt hvernig þessi tegund af skynsemishyggju lifir enn góðu lífi í nútímanum. Helstu fulltrúar hennar í sögunni eru O’Hearne og Norma, en hugspekingurinn Norma gengur sýnu lengra með því að verja afstöðu Descartes til dýranna. Maður hennar spyr hana: „Svo að Descartes hafði rétt fyrir sér, dýr eru einungis lífrænar vélar?“ og Norma svarar: „Almennt séð, já. Þú getur ekki, almennt séð, greint á milli huga dýrs og vélar sem líkir eftir huga dýrs.“11 Það var þessari skynsemishyggju sem nytjastefnumenn, með Jeremy Bentham í broddi fylkingar, höfnuðu á átjándu og nítjándu öld. Bentham staðhæfði eins og frægt er orðið: „Spurningin er ekki: Hafa þau skynsemi? eða geta þau talað? Spurningin er: Geta þau þjáðst?“12 Með öðrum orðum, eiginleikinn sem skap- ar lifandi veru siðferðilega stöðu er ekki málhæfileikinn eða skynsemin, heldur það sem Peter Singer kallar skynhæfni (e. sentience). Það sem skiptir máli frá siðferðilegu sjónarmiði er hæfileikinn til að skynja ánægju og sársauka, því hann er forsenda þess að vera hafi hagsmuni af því hvernig komið er fram við hana.13 Hafi dýr þennan hæfileika, þá ber okkur að taka mið af velferð þeirra. Við höfum skyldur beinlínis við dýrið sjálft, ekki aðeins við okkur sjálf og aðrar skynsamar verur eins og skynsemishyggjumenn halda fram. Ef menn taka á hinn bóginn hagsmuni sína fram yfir meiri hagsmuni annarra dýrategunda, gera þeir sig seka um það sem Singer kallar tegundarhyggju (e. speciesism). Hún er ranglæti af sama toga og kynþátta- og kynjamismunun. Að vísu vilja sumir heimspekingar ganga enn lengra en nytjastefnumenn í þá átt að setja skorður við því hvernig menn megi koma fram við dýr. Þannig telur annar kunnur dýraverndunarhugsuður, bandaríski heimspekingurinn Tom Regan, að hætta sé á því að nytjastefnan geti í vissum tilfellum réttlætt fórn dýra í þágu hagsmuna manna.14 Hann vill ganga ráða af umræðu Seneca um reiðina, sjá Seneca 1999: 21–22. Í þeirra fótspor fetuðu hugsuðir á borð við Ágústínus kirkjuföður, sjá De civitate dei, bók 1, kafli 20, heilagur Tómas af Aquino, sjá Summa Theologiae, II. hluti, partur I, spurning 13, grein 2, og II hluti, partur I, spurning 6, grein 2, og Immanuel Kant, sjá Kant 1979: 239–241, „Duties Towards Animals and Spirits“. René Descartes gekk svo enn lengra með því að líta svo á að dýr skorti ekki aðeins skynsemi heldur einnig ástríður og anda, og með því að líkja þeim við vélar á borð við klukkur, sjá Descartes 1991: 127–130. 10 Kant 1999: 564 (6:443). 11 Coetzee 2001: 48. 12 Bentham 1879: 311. 13 Singer 1995 og Singer 1990: 215–228. 14 Regan 1983 og Regan 1980: 99–120. Hugur 2018meðoverride.indd 91 24-Jul-18 12:21:25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.