Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 92

Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 92
92 Jón Ásgeir Kalmansson lengra en nytjastefnumenn með því að ætla hverju einstöku dýri viss réttindi sem vegi þyngra en almannahagsmunir. Hann telur að ef sýna má fram á að menn hafi réttindi, þá megi einnig færa rök fyrir réttindum dýra. Þau eigi sér líf og séu „sjálfsverur“ með langanir, hugmyndir, minningar og aðra hæfileika sem einkenna hugarstarf. Á grundvelli þessara eiginleika hafi dýr siðferðileg réttindi sem þýði að með þau skuli ekki ráðskast einungis til að fullnægja löngunum manna. Þrátt fyrir þennan ágreining milli Singers og Regans, sem að mörgu leyti er framhald á rökræðunni milli talsmanna leikslokakenninga og talsmanna lög- málskenninga í almennri siðfræði, eru þeir sammála í meginatriðum. Þeir telja báðir að menn hafi beinar skyldur við dýr vegna þess að dýrin hafi þá eiginleika sem eru undirstaða siðferðilegra skuldbindinga. Þeir hafna báðir skynsemis- hyggju klassískra heimspekinga og þeirri trú að maðurinn sem tegund sé í krafti skynsemiseðlis síns siðferðilega æðri dýrunum. Skynsemin getur að þeirra dómi ekki grundvallað virðingu fyrir öllum mönnum, því sumir hópar manna eru án hennar, til dæmis vegna vanþroska, fötlunar eða sjúkdóma. Skylda manna við líf- verur, menn eða dýr, getur ekki heldur ráðist af því hvaða tegund þær tilheyra. Slík afstaða myndi fela í sér fullkomlega óréttmæta mismunun – sem Singer kallar tegundarhyggju, eins og áður sagði. Þeir viðurkenna fúslega að upplýsingar um það hvaða tegund lífvera tilheyrir gefi vísbendingar um þá eiginleika sem hún muni venjulega hafa. Það sem skiptir máli frá siðferðilegum sjónarhóli, að þeirra dómi, er þó ekki hvaða tegund lífvera tilheyrir, heldur hitt, að hve miklu leyti hún hefur til að bera skynhæfni, finnur til langana, býr yfir minningum eða hefur aðra ámóta eiginleika. Þótt færa megi rök fyrir því að mannkynið skynji ánægju og sársauka á margbreytilegri og sterkari hátt en aðrar dýrategundir, þá hafa margir menn slíkan hæfileika í minni mæli en fjölmörg dýr. Í slíkum tilfellum ber okkur því að taka ríkara tillit til hagsmuna dýranna en þeirra manna sem í hlut eiga. Gegn skynsemishyggju og heimspekilegri orðræðu Sú almenna tegund af röksemdafærslu sem hér hefur verið lýst má kalla rök- semdafærslu út frá sameiginlegum eiginleikum.15 Hvernig samræmist hún af- stöðu Elísabetar Costello í The Lives of Animals? Engum þarf að blandast hugur um álit Costello á skynsemishyggju heimspekihefðarinnar. Líkt og Singer og Regan hafnar hún algerlega staðhæfingunni „maðurinn er Guði líkur, dýr eru lík hlutum“: Bæði skynsemi og sjö áratuga lífsreynsla segja mér að skynsemin sé hvorki eðli alheimsins né eðli Guðs. Þvert á móti virðist mér skynsemin vera grunsamlega lík mannlegri hugsun. Ekki nóg með það, eins og ein tilhneiging í mannlegri hugsun. Skynsemin er ákveðið svið í hugsunar- hætti manna.16 15 Þetta heiti hef ég frá Crary 2007. Crary talar um „the argument from common capacities“. 16 Coetzee 2001: 23. Hugur 2018meðoverride.indd 92 24-Jul-18 12:21:25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.