Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 102

Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 102
102 Jón Ásgeir Kalmansson blanda af góðu og slæmu“.43 Hún leggur með öðrum orðum áherslu á að þessi mun ur kalli sífellt á gagnrýna yfirvegun og íhugun. Það sem meira máli skiptir er þó að það er ekki síst skilningur okkar á eigin mennsku sem gerir slíka yfirveg- un og endurskoðun mögulega. Stephen Mulhall orðar þessa hugsun þegar hann tengir saman skilning okkar á öðrum mönnum sem förunautum okkar og afstöðu okkar til dýranna: Þessi meinti tegundarhyggjuskilningur [speciesist conception] á mönn- um sem förunautum [fellow creatures] felur í raun og veru í sér mun trúverðugri og áhrifameiri hátt á að endurskoða samband okkar við dýr- in en nokkuð sem finna má í röksemdum McMahans. Því það má líka sjá dýrin sem förunauta okkar í öðrum en skyldum skilningi þess orðs. Líkamleg tilvist þeirra, og þess vegna það form sem líf þeirra tekur, er annað; en í vissum tilfellum geta hið mannlega form skapaðra vera og hið dýrslegra form þeirra skarast, þau geta átt í samskiptum og jafnvel verið hvort öðru félagsskapur. Á margan hátt má einnig líta svo á að sum dýr deili með okkur sameiginlegum örlögum. Þau hafa þarfir engu síður en við, þau þurfa að reiða sig á aðra, þau fæðast, fjölga sér og deyja, þau eru berskjölduð fyrir sársauka og ótta – í stuttu máli deila þau með okkur hlutskipti sem synir og dætur lífsins (svo notað sé orðalag frá Walter de la Mare).44 Það er ekki vit í hugmyndinni sem Mulhall lýsir hér nema hið tilvistarlega og siðferðilega mennskuhugtak sé tekið alvarlega, vegna þess að sú afstaða til dýra sem hann hefur í huga felur í sér eins konar útvíkkun á grundvallarskilningi okkar á þýðingu þess að vera maður. Samkvæmt þessum skilningi er „dýr“ ekki bara hugtak sem vísar til vissra líffræðilegra tegunda lífvera; það á sér einnig tilvist- arlega og siðferðilega merkingu sem á rætur í sjálfsskilningi okkar sem hugsandi verur af holdi og blóði. Menn yfirfæra með öðrum orðum vissar hugsanir um sjálfa sig og samferðafólk sitt yfir á dýr án þess að í því sé endilega fólgin viðleitni til að eigna þeim einhverja tiltekna mannlega eiginleika, til dæmis flókna sértæka hugsun, sjálfsvitund, og svo framvegis.45 Hugmyndinni um dýr sem förunauta getur fylgt mjög margbreytileg, flókin og sumpart óstöðug beiting siðferðilegra 43 Diamond 1996b: 352. 44 Stephen Mulhall 2009: 32. Mulhall vísar í tilvitnuninni í McMahan 2002. 45 Hér má þó taka fram að nýlegar rannsóknir virðast gefa æ betur til kynna að ýmsir þeirra líffræði- legu og félagslegu eiginleika sem áður voru taldir sérmannlegir séu það ekki í þeim mæli sem menn hugðu. Sjá til dæmis Bekoff og Pierce 2010: x: „Fiskar geta til dæmis ályktað um félagslega stöðu sína með því að fylgjast með valdahlutföllum meðal annarra fiska. Fiskar hafa einnig reynst hafa einstaka persónuleika. Við vitum líka að fuglar skipuleggja máltíðir í framtíðinni og að hæfileiki þeirra til að búa til og nota verkfæri er oft meiri en hjá simpönsum … Hundar flokka og greina ljósmyndir á sama hátt og menn; simpansar vita hvað aðrir simpansar geta séð og hafa betra minni þegar þeir spila tölvuleiki en menn; dýr, allt frá skjóm og otrum til fíla, syrgja afkvæmi sín; mýs finna til samúðar … við höldum því fram að dýr sýni margbreytilega siðferðilega hegðun og að samlíf þeirra mótist af henni. Á og ætti varðandi hvað er rétt og hvað er rangt gegnir mik- ilvægu hlutverki í samskiptum þeirra, á sama hátt og í samskiptum okkar.“ Hugur 2018meðoverride.indd 102 24-Jul-18 12:21:26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.