Hugur - 01.01.2018, Síða 106

Hugur - 01.01.2018, Síða 106
106 Jón Ásgeir Kalmansson hún hefur sjálf fram að færa: Maðurinn er dýr. Að vera dýr er að vera fullur af lífi, þrunginn veru (e. full of being). Dýr er holdi klædd sál (e. embodied soul), fullkomin eining sálar og líkama, líkams-sál (e. body-soul).57 Heimspekingar hafa löngum lagt áherslu á sérstöðu mannsins, hugsun hans og skynsemi, og gert lítið úr hinu „dýrslega“ í manninum. Þetta eru grundvallarmistök ef marka má Costello. Þau sannindi sem skipta ekki síður máli varða það sem við deilum með dýrunum, lík- amleikann, það að við erum áþreifanleg, hreyfum okkur um í heiminum, finnum til, skynjum og hugsum með öllum líkamanum: ,Cogito ergo sum,‘ sagði hann [Descartes] einnig, eins og þekkt er orðið. Þetta er hugmynd sem ég hef alla tíð verið ósátt við. Hún gefur í skyn að lifandi vera, sem hugsar ekki samkvæmt skilningi okkar, sé á einhvern hátt annars flokks. Ég stilli hugsun eða ígrundun upp á móti fyllingu, líkamleikanum, tilfinningunni fyrir því að vera til – ekki vitundinni um sjálfa sig sem tegund andlegrar rökvélar sem framleiðir hugsanir, heldur þvert á móti tilfinningunni – mjög áhrifamikilli tilfinningu – fyrir því að vera líkami með útlimi sem eru framlenging út í rýmið, fyrir því að vera lifandi í heiminum. Þessi fylling stangast algerlega á við grunnástand Descartes sem virðist innantómt: eins og baun sem hringlar inni í skel.58 Erfiðleika okkar við að skilja hugmyndir Costello um meðhöndlun okkar á dýrunum, og erfiðleika okkar við að samsama okkur með henni sem manneskju, má því auðveldlega tengja við fjarlægingu okkar frá eigin líkamleika, við veiklaða tilfinningu okkar fyrir því að vera heilar líkamlegar verur. Þessir erfiðleikar eru dæmi um það á hvern hátt samband okkar við okkur sjálf og við aðrar lifandi verur er laskað, og hvernig „siðferði okkar byggist á afneitun holdsins“, eins og Jung orðar það.59 Hins vegar er sýn Costello á menn og önnur dýr sem holdi klæddar sálir lyk- illinn að því að skilja þá afstöðu til þekkingar og skilnings sem hún lætur í ljós, og hugmyndir hennar um getu manna til að hugsa sig inn í veru annarra manna og dýra. Hver lifandi vera býr að hennar dómi yfir ósértækri þekkingu sem er al- gerlega bundin hennar holdi klæddu sál. Þessi þekking er ekki sértekin vitneskja sem hin lifandi vera „hefur“ eða „býr yfir“, eins og keppandi í spurningakeppni býr fyrir þekkingu á ýmsum staðreyndum. Þetta er fremur, eins og áður var vikið að, þekking sem hin líkamlega vera er. Umræða Costello um dauðann varpar ljósi á þetta atriði. Costello segir að hægt sé að vita hvernig það er að vera dauður og sú vitneskja sé ekki almenn og rökleg, heldur í holdi manns og blóði: „Þekkingin sem við höfum er ekki sértæk – ,Allir menn eru dauðlegir, ég er maður, þess vegna er ég dauðlegur‘ – heldur holdguð [embodied]. Um stundarsakir erum við sú þekking.“60 Holdleg vitneskja um skjólleysi andspænis dauðanum fyllir líkam- 57 Coetzee 2003: 33. 58 Sama rit: 33. 59 Jung 2002: 86. 60 Coetzee 2001: 32. Hugur 2018meðoverride.indd 106 24-Jul-18 12:21:26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.