Hugur - 01.01.2018, Page 123

Hugur - 01.01.2018, Page 123
 Eru stjórnmál í eðli sínu ósiðleg? 123 kerfisbundið varðandi það fyrir hvað maður stendur og því að vera tilbúinn að brjóta odd af oflæti sínu og gera bandalag við þá sem standa fyrir andstæð gildi. Við höfum ástæðu til að meta heilindi stjórnmálamanna en viljum líka að þeir séu að einhverju leyti tilbúnir að óhreinka hendur sínar ef rík ástæða er til í þágu þeirra gilda sem við vitum að þeir standa fyrir.35 Hversu fúsir ættu stjórnmálamenn að vera til að óhreinka hendur sínar? Ed- ward Hall telur að heilindi krefjist þess að stjórnmálamaður sem neyðist til að gera málamiðlun geri það hikandi og meðvitaður um þá siðferðilegu fórn sem hann færir.36 Samkvæmt Michael Walzer37 eru það afmörkuð neyðartilvik þegar stjórnmálamenn neyðast til að óhreinka hendur sínar; góður stjórnmálamaður sé að vísu tilbúinn til þess en uppskeri þá harmræna sektarkennd sem kallar á yfir- bót svo hann geti endurheimt sakleysi sitt.38 Í báðum tilvikum virðist gengið út frá því að góður stjórnmálamaður sé handgenginn almennum siðferðisgildum og mannkostir stjórnmálamanns séu um leið almennir mannkostir. Andstætt þessu færir Demetris Tillyris rök fyrir því að gjáin á milli siðferðis og stjórnmála sé miklu dýpri en hér er talið.39 Þau orð Machiavellis, að stjórnmálamaðurinn verði að læra að vera ekki góður, beri að taka bókstaflega: stjórnmálamaður verði ekki einungis að læra að breyta í andstöðu við almenn siðferðisgildi í afmörkuðum tilvikum, heldur beinlínis að rækta með sér skapgerðareinkenni og sjálfsmynd í andstöðu við það sem almennt er talið gott siðferði.40 „Líf í stjórnmálum fer ekki saman við siðferðilegt líf: Það eflir dygð stjórnmálamanns þegar hann ræktar og iðkar að staðaldri tiltekna almenna lesti.“41 Af þessu dregur Tillyris meðal annars þá ályktun að það sé misskilningur að stjórnmálin séu í siðferðilegri kreppu nú um stundir; sá misskilningur stafi af þeirri barnalegu ranghugmynd að heilindi stjórnmálamanns séu siðferðileg heilindi og að það sé mögulegt eða æskilegt að siðvæða stjórnmálin (e. moral purification).42 Rök Tillyris fyrir róttækum greinarmun siðferðilegra dygða og stjórnmáladygða eru af tvennu tagi. Annars vegar styðjast þau við fjölhyggju um gæði (e. value- pluralism) og hins vegar við þá forsendu að aðstæður sem krefjast þess að stjórn- málamaður óhreinki hendur sínar séu daglegt brauð en ekki sjaldgæfar undan- tekningar. Enginn stjórnmálamaður muni ná árangri eða endast í hlutverki sínu með því að ástunda heiðarleika, því að þá muni vitneskjan um að hann sé sífellt að óhreinka hendur sínar með alls kyns málamiðlunum verða öllum kunn og notuð gegn honum.43 Hann verður því að læra hratt þá list að dylja slóð sína og leika tveimur skjöldum, ekki bara endrum og sinnum heldur stöðugt. Erfitt er að festa hendur á því hve algengt það er að stjórnmálamenn séu í aðstæðum þar sem þeir verða að óhreinka hendur sínar og dylja sporin til að ná 35 Hall 2018: 403. 36 Hall 2018: 403. 37 Walzer 1973. 38 Sjá einnig Tillyris 2015. 39 Tillyris 2015. Sjá einnig Tillyris 2018. 40 Tillyris 2015: 70. 41 Tillyris 2015: 64. 42 Tillyris 2018: 109. 43 Tillyris 2015: 69. Sjá einnig Hollis 1982: 396. Hugur 2018meðoverride.indd 123 24-Jul-18 12:21:27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.