Hugur - 01.01.2018, Page 130

Hugur - 01.01.2018, Page 130
130 Hugur | Ritdómur tiltekinna þjóða eða stétta sem líta á hana sem eign sína. Veröldin er einnig orðin minni, og heimspekin komin í tengsl við hefðir annarra menningarheima sem einnig gera tilkall til sömu hugmynda og vestrænir heimspekingar hafa löng- um rætt og haft í heiðri eins og lýðræði, frelsi, mannréttindi, o.s.frv. (bls. 68–69). En í heimspekisögunni voru það oft og tíðum sömu heimspekingarnir og reiddu fram einhverjar áhrifamestu kenningarn- ar um frelsi og réttindi sem gengu hart fram í að neita öðrum hópum og þjóð- um um frelsi og réttindi. Að afhjúpa og gagnrýna slíka hræsni er eitt dæmi um þetta mikilvæga hlutverk heimspekinnar í dag. Það er þó í næstu grein, „Gegn hagnýt- ingu heimspekinnar“, sem ég tel að Björn reiði fram greiningu sem er einstaklega kærkomin og mikilvæg í dag. Í greininni ræðir Björn sumsé hvort heimspekin hafi eða ætti að hafa eitthvert hagnýtt gildi. Í gamansömum tón heldur Björn uppi vörnum fyrir óhagnýti heimspekinnar með því að leita í smiðju heimspekinga eins og Aristótelesar, Þalesar og Platons. Teflir hann þannig fram þeim skilningi að heimspekin beinist að sjálfri sér, sé stunduð einungis hennar sjálfrar vegna, af djúpstæðri hvöt eða löngun, jafnvel að hrein hugsun heimspekinnar sé æðsta tilverustigið (bls. 76). Undir lokin kemur Björn með nokk- uð áhugaverða greiningu á þessu við- fangsefni en hann vill meina að heim- spekin ráðist af djúpstæðri sektarkennd, sem plagaði þá klassísku heimspekinga sem Björn ræðir. Lengi hefur því loðað við heimspekina viss innbyggð þörf á sjálfsréttlætingu – hana mátti finna við upphaf hennar og Björn skilur þessa spurningu um hagnýtt gildi hennar sem vissa birtingarmynd sama fyrirbæris í nú- tímanum (bls. 81). Þessi grein er nokkuð áhugaverður lestur í dag, en hún var upphaflega er- indi sem var flutt árið 1998. En krafan um hagnýtingu heimspekinnar er auð- vitað eitthvað sem flestir, ef ekki allir, sem leggja stund á heimspeki (og raun- ar öll hugvísindi) þekkja vel og þurfa stöðugt að lifa við. Þrátt fyrir að ég telji greiningu Björns – að hagnýtingin liggi djúpt í sektarkennd og réttlætingar þörf heimspekinnar – vera mjög áhugaverða, þá kemur krafan ekki fyrst og fremst þaðan nú um stundir heldur frá ríkjandi hug myndafræði og rökvísi nútíma kap- ítalisma eða svonefndri nýfrjálshyggju. Þeg ar hugsað er um hagnýtingu og sjálfs réttlætingarþörf heimspekinn ar núna, þá er hún og eyðileggingin sem hún hefur haft í för með sér óumflýjan- lega það fyrsta sem kemur upp í hugann. Sú hugmyndafræði á sér auðvitað ræt ur nokkra áratugi aftur í tímann og var alls ekkert óþekkt á þeim tíma þegar greinin var skrifuð, en eftir fjármálakrísuna 2008 má segja að hulunni hafi loks endanlega verið svipt af henni og meðvitund um hana ásamt gagnrýni meðal almennings hafi komið almennilega fram. En það er einmitt markaðsvæðingin og krafan um hagkvæmni og niðurskurð sem nýfrjáls- hyggjan boðar sem er rót þeirrar alvar- legu stöðu sem margar heimspekideildir finna sig í. Heimspekikennarar og nem- endur í flestum löndum þurfa að hlusta á herskáan málflutning atvinnulífsins og stjórnmálamanna í þjónustu þess sem lýsa yfir óhagnýti og óhagkvæmni heim- spekinnar (auk annarra faga). Því þurfa heimspekingar víða að lifa í stöðugum ótta við að stöður, störf, o.fl. verði skorin niður, ef ekki hreinlega heilu deildirnar. Hefur þessi viðvarandi hætta og ótti leitt til markaðssetningar heimspekinnar á ýms an hátt, einna helst sem námsins sem veitir nemendum „gagnrýna hugs- un“ umfram annað nám.1 Allt er gert til að sýna fram á hagnýti heimspekinnar, hvernig hún geti þjónað atvinnulífinu og Hugur 2018meðoverride.indd 130 24-Jul-18 12:21:28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.