Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2018, Page 70

Andvari - 01.01.2018, Page 70
JÓN YNGVI JÓHANNSSON Sjálfbært fólk? Um hag- og vistkerfi Sumarhúsa Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness er meðal þeirra skáldverka íslenskrar bókmenntasögu sem mest hefur verið fjallað um af fræðimönnum og raunar ekki bara fræðimönnum, sagan stendur eins og viðmið í íslenskri þjóðmálaumræðu, persónur hennar, ekki síst aðalpersónan, hafa orðið hold- tekja ólíkra og stundum gagnstæðra hugmynda. Þetta kom ágætlega í ljós þegar Þorleifur Örn Arnarsson setti upp leikgerð sögunnar í Þjóðleikhúsinu veturinn 2014–15. Bæði í yfirlýsingum höfunda þeirrar sýningar og í um- ræðum um hana kom í ljós að sagan hefur vissulega stöðu sem viðmið og jafnvel helgimynd í íslenskri menningarsögu, en það virtist skipta ansi miklu máli frá hvaða sjónarhorni menn horfðu á þá helgimynd. Þannig mátti skilja á aðstandendum sýningarinnar að Bjartur sjálfur hefði sess hetju í huga flestra og að viðhorf Íslendinga til sögupersónunnar einkenndust af ómeng- aðri aðdáun og samsömun. Sú skoðun kemur illa heim og saman við skrif fræðimanna um söguna hingað til, hvað sem öðru líður.1 Sjálfstætt fólk er líka lykilverk af því tagi sem sífellt er hægt að greina og túlka í samhengi við nýja tíma og nýjar hræringar í bókmenntafræði og skyldum greinum. Frá því að bókin kom út um miðjan fjórða áratuginn hefur hún verið túlkuð í ljósi kenninga um raunsæi, marxisma, hugmynda- fræðirýni, sálgreiningu, viðtökufræði, femínisma og afbyggingu svo nokkur dæmi séu nefnd. Þá hefur hún að sjálfsögðu verið viðfangsefni þeirra sem fást við bókmenntasögu frá ýmsum sjónarhornum. Í þessari grein verður fjallað um söguna út frá vistrýni, þótt hugtök af marxískum toga komi hér einnig við sögu. Eins og ráða má af titli greinarinnar er hér ætlunin að huga að því hvort sjálfbærnihugtakið geti varpað nýju ljósi á söguna. Það getur verið umdeil- anlegt að hlaupa til í hvert skipti sem ný stefna í fræðunum kemur fram og máta hana við sígild verk sem hafa verið greind í þaula með eldri aðferðum. Í tilfelli vistrýninnar og Sjálfstæðs fólks er þó óþarfi að hafa slíkar áhyggjur. Á ritunartíma sögunnar á fjórða áratugnum var samband manns og náttúru eitt af meginviðfangsefnum rithöfunda, listamanna og heimspekinga í öllum hinum vestræna heimi. Í norrænu og íslensku samhengi var þetta sérstaklega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.