Úrval - 01.02.1944, Side 4
2
ÚRVALi
ungar heims vors stundir; tifa
sem titlingar taldir dagar;
flækjumst vér og föllum sem
fjúk í logni. Hlaupum, hnígum,
hirðum aldregi grand að gráta
gengnar þrautir. Gleðjumst við
hitt ef vér höfum unnið, eitt-
hvað, sem ekki ofan í dettur.“
Gef mér nú aftur, göfgi vin-
ur, balsamum vitæ, því mig
bilar trúan, og sér í lagi þú, síra
Stebbi,* ** hefurð’ ei, sem nafni#*
þinn himininn opinn ? Þökk, þess
þarf ei, því hinn fróði Sæmi
réttir mér sopa góðan. Kveð ég
því Kölska, hjá kirkjudyrum,
djúpt inn í skot hjá skráar
meini.
Gjör — seg’ ég — Þorsteini
þursasprengir og heljar hrafn,
hvergi ama. Annars skalt þú —
— en ég hef nógan tíma og tóm
* Sira Stefán H. Thordarsen, þá
prestur í Eyjum.
** Stefán píslarvottur.
til tals við Skrattann; blaðið
var til þín, blóðhreinsandi-
samsuðu-seyðis-síróps-Njörður I
Lifðu sem súltan og signor
mikli, stór og sterkur í Stam-
búls porti, og týhraustur tutt-
ugu ný un þú ár á íraklettum!
Færi þér feiti fílungakyn, bjarg-
fugl sig á borð beri sjálfur, salti
sig lundi en sjóði kría, hengi
þér sig hvalur en hnýsur roti!
Skeri sig skarfar, en skjóti
selir, stingi sig kolar, en steiki
lúður; fletji sig fiskar, en
flatar skötur biðji þig grátandi
sín börð að smakka.
Vertu svo margblessaður og
virtu á hægri veg mín poetísku
ærsl og skrípalæti. — Skrifaðu
mér til ef Heimaklettur hrynur,
eða ef hann gjörir það ekki!
Þinn elskandi vin og
skólabróðir
Matthías.
. V.
Skiljanlegur misskilningur.
Það var um borð í farþegaskipi. Kona gekk eftir þilfarinu og
kom auga á mann, sem sat í hvílustól. Hún gekk til hans og
sagði glaðlega: „Þér eruð einmitt maðurinn, sem ég var að-
leita að; allt gifta fólkið ætlar að fara að spila bridge.“
Maðurinn leit upp og sagði vesældarlega. „Yður skjátlast,.
frú, ég er ekki giftur, ég er sjóveikur."
— The Saturday Evening Post.