Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 25
Eitt af furöulegustu fyrirbrigöum
hernaðarsögunnar er —
Hinn sitjandi her Finnlands.
Grein úr „The American Mercury“,
eftir Albin E. Johnson.
I 600 mílna langri fram-
jr\ varðalínu, sem nær frá
Finnlands-flóa norður að Onega-
vatni og norður yfir heim-
skautsbaug, er að finna hið
furðulegasta fyrirbrigði þess-
arar styrjaldar: hinn „sitjandi
her” Finnlands. Þarna sitja þeir,
hinir finnsku hermenn; með
hendur í skauti, og bíða þess,
með eftirvæntingu, að þessum
„leiðindum” verði lokið. Þarna
langt iimi í óbyggðum, við
skógarvötnin, er 200.000 manna
her í hemaði við Rússa, en
þessi her hefir hvorki háð eina
einustu omstu né hreyft sig um
hænufet, ef svo mætti segja,
í því nær tvö ár. Skipunina um,
að þeir skyldu nema staðar og
búa um sig í vamarlínu, fengu
þeir tveim dögum áður en at-
burðimir gerðust í Pearl Har-
bour. Þeir hafa haldið kyrra
fyrir á þessari línu síðan —
stytt sér stundir við leiki, við
að gera við skemmdir, sem áð-
ur höfðu orðið á herbúðunum,
við nám og söng — en ekki
hernað.
Það, að þessi her er þama,
hefir til þessa hlíft landinu við
innrás Rússa. Einnig er talið,
að þessi her vami því, að Þjóð-
verjar og Rússar nái hvorir
til annara á þessum slóðum, og
varni því þá einnig, að Karelía
verði vígvöllur á ný. Hver svo
sem upphaflega hefir verið til-
gangurinn, þá er finnski her-
inn „áþreifanlega til staðar,”
í sjálfheldu á milli öflugs óvin-
ar, sem haxm óskar ekki eftir að
eiga í höggi við, og samherja,
sem nú er að draga úr máttinn,
og hann vill ekki veita frekara
liðssinni. Stjórninni í Helsinki
er það fyllilega ljóst, að eftir
því sem Hitler bíður fleiri
ósigra, er skemmra að bíða
reikningskiladagsins í Moskvu.
Þó reynist Finnum það því nær
ómögulegt að losna við hina
dauðádæmdu bandamenn sína.