Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 17
ÞEGAR BARNI LINDBERGS VAR RÆNT
15
myndir af öllum íbúum heimilis-
ins. Betty Gow var spurð í
þaula, hvað eftir annað, svo og
annað þjónustufólk hjónanna.
Lögreglan var að reyna að kom-
ast fyrir, hver hefði gefið þrjót-
unum upplýsingar um heimilis-
ástæðurnar. En hún varð að
álykta, að loknum ítarlegum
rannsóknum og yfirheyrslum,
að allir íbúar hússins væri sak-
lausir af því að hafa átt nokk-
ur mök við þorparana.
Rannsóknunum hafði ósleiti-
lega verið haldið áfram all-lengi,
er lögreglan gat loks birt fyrstu
fréttina, sem miklu uppnámi
kom af stað. Maður nokkur,
Johnson að nafni, fyrrverandi
sjómaður, var fangelsaður, og
játaði að vera mjög náinn vin-
ur Betty Grow. Hann var flutt-
ur til New Jersey, og nákvæm-
lega rannsakað allt um hans
ferðir um það leyti, sem glæp-
urinn var framinn. En bæði
hann og Betty gátu gefið alger-
lega fullnægjandi skýringar.
Nú var Lindbergshjónunum
bent á, að ef þau vildu leyfa að
sýnd væri opinberlega lítil
kvikmynd, sem þau höfðu látið
gera af drengnum, þá myndi
það geta leitt til þess, að barnið
finndist. Myndin var sýnd víðs-
vegar, og var mest aðsókn að
henni allra mynda, hvarvetna,
þann mánuðinn.
Gerfi-sönnunargögnum rigndi
yfir Lindbergshjónin. Drengn-
um hafði brugðið fyrir á Sjöttu
götu í New York og ennfremur
á White Plain, og þar hafði
verið með Ijóshærð stúlka. Enn
þóttist fólk hafa séð hann í
Chicago, Buffalo og Washing-
ton og jafnvel í Evrópu, og
þangað var sendur frægur
leynilögreglumaður til eftir-
grenslana á atriðum, sem virt-
ust líkleg til að leiða inn á
slóð glæpamannanna. Flugmað-
urinn frægi fór hverja flugferð-
ina af annari, með lögreglu-
menn, í ýmsar áttir, að eltast
við sögusagnir, sem ávallt
reyndust uppspuni einn. En
öðru hvoru sást konu hans
bregða fyrir í glugganum á
barnaherberginu, eins og hún
væri að skygnast eftir drengn-
um sínum litla. Hún var föl og
tekin í andliti, og lá henni oft
við örvilnan.
Loks sáu þau hjónin fram á
það, að taka þurfti til frekari
aðgerða en þeirra, sem lögregl-
an hafði tök á, til þess að ná
sambandi við þrjótana. Fyrsta
skrefið var það, að þau létu