Úrval - 01.02.1944, Síða 28
26
ÚRVAL
sínu, þrátt fyrir truflanir öðru
hvoru, af árásum óvinanna.
Brátt fréttist um þennan klúbb,
upp eftir „línunni” og allt norð-
ur að heimskautabaugi, og
áður en langt um leið, var
stofnað félag, sem gengst fyrir
alþýðlegri framhaldsmenntun
meðal hermannanna. Samkvæmt
síðustu skýrslum, er þessi víg-
línu-lýðháskóli orðinn að bákni,
með 27.500 nemendum. Þar er
óskað námskeiða í bygginga-
fræði, landbúnaðar-efnafræði,
og ýmsum svipuðum fræðigrein-
um. En umsóknir um þátttöku
í þessum námskeiðum eru um
330 mánaðarlega. Það er því
svo, að pósturinn til hersins er
oft að miklu leyti námsbækur og
prófskjöl. „Það er furðulegt“,
sagði hershöfðingi einn við mig,
„hvað piltunum tekst vel að
hafa hugann við nám, við þessi
herbúða-skilyrði á framvarða-
línu. Verkefnin leysa þeir full-
eins vel, ef ekki betur, en náms-
mennimir, sem nám sitt geta
stundað heima við háskólann.“
Mestur ami er finnsku her-
mönnum að svonefndum „sjálfs-
morðs-skæruflokkum” Rússa,
fallhlífarhermönnum, sem látnir
em falla úr flugvélum að baki
finnska hersins, að næturlagi.
Þessir „innrásarhermenn” era
venjulega dulbúnir, í finnskum
einkennisbúningum. Þeir tala
finnsku reiprennandi, en hafa
skipanir um að sprengja upp
brýr, skotfærabirgðar og vista-
skemmur og myrða finnska
liðsforingja.
Þess era dæmi, að slíkir menn
hafa verið með finnska hernum
mánuðum saman, áður en þeir
komu upp um sig, en það var
þá venjulega, þegar þeir höfðu
gert tilraun til að ráða einhvem
liðsforingjann af dögum. Því
nær alltaf eru þetta Karelíu-
búar, sem áður fyrr vora
finnskir þegnar. Þess þarf ekki
að geta, að finnskir hermenn
láta sér ekki líkt því eins annt
um það og áður að bjarga
„vesalings Karelíbúunum”.
Að því er snertir hernaðar-
aðgerðir, þá er við það látið
sita, að leyniskyttur aðilja
heyi einvígi öðru hvora. Margir
hermannanna eru forvitnir, aðr-
ir era beinlínis kærulausir.
Rússneskar leyniskyttur skjóta
að meðaltali 7 Finna á dag, og
Finnarnir heimta að minnsta
kosti mann fyrir mann. Tala
fallinna hermanna, á þessari
löngu víglínu er því ekkert
sérstaklega athyglisverð.