Úrval - 01.02.1944, Side 119
EINSTEIN
117
Þegar hlé varð á, þakti hann
minnisblöð sín með flóknum
stærðfræðiformúlum. En þegar
hann heyrði fótatak yfirmanns
síns, kastaði hann blöðunum í
pappírskörfuna. Enda þótt dr.
Halle væri bezti maður, var
honum lítt gefið um „stærð-
fræðidellu” hins unga starfs-
manns síns.
En einmitt á þessum tíma
voru hugmyndir Einsteins að
taka á sig raunhæft form.
Honum fannst hann hafa fund-
ið nýjan lykil að alheimsgát-
unni. En hann skýrði aðeins
nánustu vinum sínum frá þess-
ari trú sinni — og rneðal þeirra
var Mileva Maric, serbnesk
skólasystir hans, er síðar varð
eigmkona hans. „Ég hefi verið
að reyna að leysa gátuna um
rúm og tíma”.
Er hann hafði fundið það,
sem hann áleit rétta lausn, fór
hann með hana til ritstjóra
blaðsins, „Annalen der Physik”.
„Mér þætti vænt um”, sagði
hann feimnislega, ,,ef þé hefðuð
rúm til að birta þetta í blaði
yðar.”
Ritstjórinn hafði rúm í blað-
inu fyrir plagg Einsteins, og
hinn óþekkti skrifari í svissn-
esku einkaleyfisskrifstofunni,
varð á samri stundu frægur vís-
indamaður.
III.
Einstein var tuttugu og sex
ára gamall þegar, hann leysti
gátuna um samræmið í himin-
geimnum. Lausn hans var engu
síður listræn en vísindaleg.
Hann hafði reynt að athuga
byggingm stjömugeimsins á
sama hátt og tónlistafræðingur
athugar byggingu lags. Hvemig
em hlutirnir tengdir innbyrðis,
svo að úr megi verða samræmd
heild ?
Einstein hélt því fram, að
allar fyrri tilraunir til þess að
ráða gátuna um byggingu al-
heimsins hefðu verið reistar á
rangri forsendu. Vísindamenn-
irnir höfðu slegið því föstu, að
allt sem þeim virtist rétt, er
þeir athuguðu alheiminn frá
eigin sjónarmiði, frá þeirra
eigin afstæða sjónarsviði,
væri algild sannindi fyrir alla
aðra, sem athuguðu alheiminn
frá öllum öðrum sjónarmið-
um. Einstein kvað þessu ekki
þannig varið — slík algild
sannindi væru ekki til. Sama
landslagið tekur á sig margar
myndir, þegar margt fólk horfir
á það frá mörgum stöðum.