Úrval - 01.02.1944, Side 18
16
ÚRVAL
birta í blöðunum auglýsingu um
það, hvernig háttað hefði verið
mataræði drengsins, ef verða
mætti til þess, að þeir sem hefðu
hann undir höndum, gerði hon-
um ekki mein með óholium
mat. Síðan birtist biðjandi
ávarp frá hinum harmþrungnu
f oreldrum:
„Lindbcrg- ofursti og kona hans
óska þess og vona, að hver sá eða
hverjir, sem hafa barn þeirra undir
höndum geri sitt ítrasta til að kom-
ast í samband við þau.“
Og loks kom áskorun, sem
undirrituð var af Lindberg, og
í henni hreimur enn sárari ör-
væntingar:
„Frú Lindberg og ég, óskum að
komast í persónulegt samband við
ræningjana, sem námu á brott barnið
okkar.
Það eitt er okkur áhugamál, að
drengnum sé skilað heilum á húfi,
þegar í stað. Við erum þess fullviss,
að ránsmennirnir sjá það, að okkur
riður þetta á svo miklu, að þeim er
óhætt að treysta hverskonar loforð-
um, sem við kynnum að gefa í sam-
bandi við það, að fá drenginn heimt-
an heim.
Við skorum á þá, sem hafa dreng-
inn undir höndum, að senda umboðs-
menn til móts við umboðsmenn af
okkar hálfu, hvenær og hvar sem
þeir ákveða sjálfir.
Ef þetta yrði samþykkt, heitum
við því, að halda algerlega leyndum
hvers konar samningum, sem um-
boðsmenn þeirra kunna að gera við
umboðsmenn okkar, og ennfremur
sverjum við þess eið, að við skulum
ekki vinna þeim mein á nokkum
hátt, sem þátt eiga í því, að bam-
inu verði skilað.“
Raunverulega var þetta yfir-
lýsing af hálfu Lindbergshjón-
anna um það, að þau væri fús
til að greiða fé, þeim sem skil-
uðu barninu, og ábyrgðust að
ránsmennirnir sætti ekki fang-
elsisrefsingu. En þrátt fyrir
þessa yfirlýsingu, létu yfirvöld-
in þess getið, að ránsmennirnir
mættu engrar vægðar vænta,
af hálfu réttvísinnar, hvar sem
til þeirra næðist.
Skörnmu eftir að barnsránið
var framið fóru þorpararnir að
senda Lindbergshjónunum ítrek-
aðar tilkynningar um það, að
þeir heimtuðu lausnargjald, og
jafnframt yfirlýsingu um það
að drengurinn væri heill á húfi.
En það var augljóst, að af
ótta við lögregluna, hikuðu þeir
við að gefa kost á beinu sam-
bandi við foreldrana. Um þetta
leyti kom skyndilega til skjal-
anna í máli þessu uppgjafa
skólastjóri, dr. Condon að
nafni, sjötugur að aldri. Aug-
lýsti hann í blaði einu í Bronx-
hverfinu í New York, að hann
væri ekki aðeins fús til þess að