Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 26
24
TJRVAL
Sá, sem þetta ritar, dvaldi
nýlega nokkurn tíma í herbúð-
um þessa óvirka hers, á hinni
rólegu og hljóðu „víglínu”.
Hann sá bókstaflega engar
hemaðarlegar aðgerðir. Rúss-
amir, sem nota allan mannafla
sinn til þess að gera Þjóðverjum
skil á öðrum slóðum, hafa horf-
ið frá þesari aðgerðarlausu
víglínu Finna, — geyma sér
það til hentugri tíma, að rjúfa
hana. Hinn sitjandi her Mann-
erheims marskálsk er nú látinn
moka snjó og höggva niður
eldivið, sem fólkið heima fyrir
þarfnast ærið mjög. Hermenn-
imir vinna ennfremur að því
að byggja upp herjuð þorp og
koma sundurtættum ökrum aft-
ur í rækt. Og þegar þeir eru
ekki að leika sér að því, að
skiptast á tilgangslausum strjál-
ingsskotum við Rússana, sem
kæra sig kollótta og ekki láta
sér detta í hug að leita skjóls,
ganga finnsku hermennirnir í
skóla, sem haldnir eru í nota-
legum, raflýstum neðanjarðar-
vistarverum, tæpar 800 stikur
frá skotgröfum óvinanna.
Hin hlálega aðstaða finnska
hersins var sérstaklega áber-
andi meðan stóð á umsátinni
um Leningrad. Þó að fram-
varða-skotgrafalína þeirra væri
svo nálægt hildarleiknum, að
þaðan var hægt að eygja út-
borgir Leningrad, neituðu her-
menn Mannerheims að berjast
með herjum Þjóðverja. I meira
en 20 mánuði færðu þeir sig
ekki fram um eitt einasta fet.
í stað þess vörðu þeir tímanum
til þess að koma sér upp vönd-
uðum herbúðum, svo vönduðum
í alla staði, að enginn her í
Evrópu á aðrar eins vistarver-
ur. Á Karelíu-hæðunum sá ég
svefnskála og íveru-bækistöðv-
ar, þar sem glerrúður voru í
öllum gluggum, arinn í hverjum
skála, þægileg rúm og rafljós.
Skálar hinna óbreyttu her-
manna tóku jafnvel fram skál-
um ameríska hersins, sem vand-
aðastir eru. Fáeinar stikur frá
rússnesku herbúðunum var hin
prýðilegasta ,,sauna“ eða bað-
stofa á finnska vísu, svo vel bú-
in, sem bezt mátti verða.
Skammt þaðan var „Lotta
Svard“ eða veitingaskáli, þar
sem þrjár fagrar yngismeyjar
gengu um beina.
Það myndi hafa verið Rúss-
um leikur einn, að sprengja
þessar ágætu vistarverur í tætl-
ur með fáeinum vel miðuðum
skotum. En ef til vill er það