Úrval - 01.02.1944, Síða 111
ÆG SJÁLFUR Á JÖRÐINNI
109
á manninn með skelfingu og
viðbjóði.
hrópaði hann. „Ertu
að biðja mig að setjast á bak
þessu nýtízku hrófatildri ? Ertu
að biðja mig að flækja mig í
þessu auvirðilega járnarusli?"
(Járnarusl gefur vissulega litla
hugmynd um þá fyrirlitningu
sem felst í hinu armenska orði
sömu merkingar). „Maðurinn
er ekki skapaður fyrir svo f jar-
stæðukennda uppfinningu. Mað-
urinn var ekki settur á jörðina
til að flækja sig í járnarusli.
Hann var settur hér til að
standa uppréttur og ganga á
fótunum.“ Og með það fór hann.
Já, ég tilbið þennan mann.
Og nú, þegar ég sit einn í þessu
herbergi, og hugsa um þetta,
og skrifa þessa sögu á ritvélina
mína, er mér mikið í mun að
sýna að ég og faðir minn erum
sami maðurinn.
Ég kem bráðum að sögunni
um ritvélina, en það liggur ekk-
ert á. Ég er sögumaður, en ekki
flugmaður. Ég er ekki að fljúga
yfir Atlantshafið í flugvél, sem
flýgur tvö hundruð og fimmtíu
mílur á klukkustund.
Það er mánudagur, á árinu
1933, og ég er að reyna að inni-
binda eins mikið af eilífðinni
í þessa sögu og hægt er. Næst
þegar þessi saga verður lesin
verð ég ef til vill hjá föður mín-
um niðri í jörðinni, þeirri jörð,
sem við elskum báðir, og ég á
ef til vill syni á lífi á yfirborði
þessarar gömlu jarðar, unga
menn sem ég mun boða auð-
mýkt eins og faðir minn boðaði
mér auðmýkt.
Á einu andartaki getur ein
öld verið liðin hjá, og ég geri
það sem ég get til þess að halda
þessu andartaki föstu og lif-
andi.
Kunnugt er að hljóðfæra-
leikarar hafa grátið yfir missi
eða skemmd hljóðfæris. Fiðlan
er hluti af persónuleika fiðlu-
snillingsins. Ég er ungur mað-
ur, og í huga mér er dimmt, í
mér ríkir myrkur, leiði og al-
vara. Jörðin er mín, en heimur-
inn ekki. Ef ég er tekinn burt
frá tungunni, ef ég er settur út
á götuna, sem enn ein lifandi
eind, verð ég ekkert, ekki einu
sinni skuggi. Virðing mín verð-
ur minni en virðing búðar-
mannsins, virðuleiki minn minni
en virðuleiki dyravarðarins á
St. Francis hótelinu, persónu-
einkenni mín minni en persónu-
einkenni leigubílstjóra.
0g undanfarna sex mánuði