Úrval - 01.02.1944, Page 66
64
TJRVAL
nautur hennar er helmingi létt-
ari en dísilvél með sama hest-
aflaf jölda, er miklu minni, kost-
ar helmingi minna og brennir
ódýrara eldsneyti. I gastúrbín-
unni er raunverulega aðeins
einn hreyfanlegur hlutur, en
í dísilvélinni mörg hundruð og
viðhald verður því mun auð-
veldara. Hún þarf hvorki kæli-
kerfi né dýran og fyrirferða-
mikinn ræsir. Þessi vél þarf
enga rafkveikju, eins og benzín-
vélin og af því að í henni eru
engir stimplar eða stimpillokur,
sem kippast upp og niður, er
hún næstum laus við titrmg.
Enn sem komið er eru beztu
dísilvélar fullkomnari, þ. a, e. s.
þær skila meira af hita gildi
eldsneytisins, sem orku. Þrátt
fyrir það geta gastúrbínurnar
keppt við þær vegna þess, hve
þær eru ódýrar í smíðum og
nota ódýrt eldsneyti.
Fyrirtæki þau, sem framleiða
þessar vélar fullyrða, að
nýjustu gerðirnar séu í engu
feftirbátar dísilvélanna. Hita-
stigið í þeim túrbínum, sem nú
eru í noktun, er frá 550—650
stig á Celcius. Nú eru í smíðum
túrbínur er eiga að þola 850
stiga hita, en hækkandi hitastig
gefur stóraukna orkugetu. —
Erfiðasta viðfangsefnið var að
framleiða málmblöndur, sem
þyldu þennan ofsalega hita,
Hinar nýju yfirþrýstidælur, er
dæla eldsneytinu inn í flugvéla-
hreyflana eiga að þola 1000
stiga hita. Þessar dælur komu
vélfræðingum á góðan rekspöl,
þótt þær veittu ekki fulla lausn.
Spaðarnir í þeim eru smíðaðir
með það fyrir augum, að þola
þennan hita í nokkra tíma en
í gastúrbínu verða þeir að þola
hann hvíldarlaust svo vikum
skiptir.
Það er stríðsleyndarmál,
hvernig þessi vandkvæði voru
leyst. En það mun ekki fjarri
sanni, að af öllurn hinum nýju
tækjum, sem vísindamenn og
verkfræðingar ófriðaráranna
skapa muni ekkert verða eins
afdrifaríkt fyrir framtíðina og
gastúrbínan, fyrsta raunveru-
lega nýja aflvélin í meira en
hálfa öld. Engum, sem sá
benzínhreyfilinn á bernskuárum
hans, myndi hafa komið til
hugar bílar og flugvélar nútím-
ans. Því síður er hægt að spá
um, hvaða framtíð gastúrbínan
á í vændum, en víst er, að hún
er stórkostleg.