Úrval - 01.02.1944, Page 62

Úrval - 01.02.1944, Page 62
60 ORVAL velkominn við arineld fjand- manna sinna . . Hinn 15. júlí sté hann um borð í „Bellerophon“ og afhenti Hotham flotaforingja sverð sitt. 1 Plymouth var hann fluttur yfir í „Northumberland", sem sigldi með hann til Sankti He- lenu. Þar dvaldi hann þau sjö ár, sem hann átti eftir ólifuð. Hann reyndi að skrifa ævisögu sína, skammaðist við varðmenn- ina og dreymdi um liðna tíma. Þótt einkennilegt megi virðast, beindist hugur hans einkum að upphafi valdaferils hans. Hann minntist dagana, þegar hann hafði háð orustur byltingarinn- ar. Hann reyndi að sannfæra sjálfan sig um, að hann hefði alltaf verið traustur vinur hinn- ar háleitu kenningar um „Frelsi, jafnrétti og bræðralag“, sem tötrum klæddir hermenn bylt- ingarinnar hefðu flutt til endi- marka jarðarinnar. Stundum varð honum hugs- að til sonar síns, litla arn- arins, sem bjó í Vínarborg sem „fátækur ættingi" frænda sinna, Habsborgara; þó höfðu feður þeirra titrað, ef nafn Napóleons var nefnt. Þegar dauðann bar að, var hann að leiða heri sína til sigurs. Hann skipaði Ney að láta lífvörðinn gera áhlaup. Þá dó hann. En ef þig vantar skýringu á þessum einkennilega æviferli, ef þig langar að vita, hvernig einn maður getur ráðið yfir svo mörgum mönnum í svo mörg ár með viljakrafti sínum einum saman, þá skaltu ekki lesa bæk- umar, sem um hann hafa verið skrifaðar. Höfundar þessarra bóka ýmist elskuðu keisarann eða hötuðu hann. Þú munt fræð- ast um margar staðreyndir, en það er þýðingarmeira að „skynja söguna“ heldur en að þekkja hana. Lestu ekki, en bíddu held- ur þangað til þú færð tækifæri til að heyra góðan söngmann syngja „Hermenn keisarans“. Orðin voru skrifuð af Heine, þýzku skáldi, sem lifði á tímum Napóleons. Lagið er eftir Þjóð- verjann Schumann, en hann sá keisarann, óvin lands síns, þeg- ar hann kom í heimsókn til tengdaföður síns, Austurríkis- keisara. Söngurinn er því verk tveggja manna, sem höfðu báð- ir fulla ástæðu til að hata harð- stjórann. Farðu og hlustaðu á sönginn. Þá munnt þú skilja það, sem þúsund bækur geta ekki frætt þig um.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.