Úrval - 01.02.1944, Page 62
60
ORVAL
velkominn við arineld fjand-
manna sinna . .
Hinn 15. júlí sté hann um
borð í „Bellerophon“ og afhenti
Hotham flotaforingja sverð sitt.
1 Plymouth var hann fluttur
yfir í „Northumberland", sem
sigldi með hann til Sankti He-
lenu. Þar dvaldi hann þau sjö
ár, sem hann átti eftir ólifuð.
Hann reyndi að skrifa ævisögu
sína, skammaðist við varðmenn-
ina og dreymdi um liðna tíma.
Þótt einkennilegt megi virðast,
beindist hugur hans einkum að
upphafi valdaferils hans. Hann
minntist dagana, þegar hann
hafði háð orustur byltingarinn-
ar. Hann reyndi að sannfæra
sjálfan sig um, að hann hefði
alltaf verið traustur vinur hinn-
ar háleitu kenningar um „Frelsi,
jafnrétti og bræðralag“, sem
tötrum klæddir hermenn bylt-
ingarinnar hefðu flutt til endi-
marka jarðarinnar.
Stundum varð honum hugs-
að til sonar síns, litla arn-
arins, sem bjó í Vínarborg sem
„fátækur ættingi" frænda sinna,
Habsborgara; þó höfðu feður
þeirra titrað, ef nafn Napóleons
var nefnt. Þegar dauðann bar
að, var hann að leiða heri sína
til sigurs. Hann skipaði Ney að
láta lífvörðinn gera áhlaup. Þá
dó hann.
En ef þig vantar skýringu á
þessum einkennilega æviferli, ef
þig langar að vita, hvernig einn
maður getur ráðið yfir svo
mörgum mönnum í svo mörg ár
með viljakrafti sínum einum
saman, þá skaltu ekki lesa bæk-
umar, sem um hann hafa verið
skrifaðar. Höfundar þessarra
bóka ýmist elskuðu keisarann
eða hötuðu hann. Þú munt fræð-
ast um margar staðreyndir, en
það er þýðingarmeira að „skynja
söguna“ heldur en að þekkja
hana. Lestu ekki, en bíddu held-
ur þangað til þú færð tækifæri
til að heyra góðan söngmann
syngja „Hermenn keisarans“.
Orðin voru skrifuð af Heine,
þýzku skáldi, sem lifði á tímum
Napóleons. Lagið er eftir Þjóð-
verjann Schumann, en hann sá
keisarann, óvin lands síns, þeg-
ar hann kom í heimsókn til
tengdaföður síns, Austurríkis-
keisara. Söngurinn er því verk
tveggja manna, sem höfðu báð-
ir fulla ástæðu til að hata harð-
stjórann.
Farðu og hlustaðu á sönginn.
Þá munnt þú skilja það, sem
þúsund bækur geta ekki frætt
þig um.