Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 91
IBN SAUD, ARABlUKONUNGUR
89
haft tal af honum, og hann tek-
ur daglega á móti f jölda þeirra
í hásætissal hallar sinnar í Riad.
Þessi hásætissalur lítur út eins
og hann væri klipptur úr
ævintýrabók, nema að á borði
við hlið hásætisins er sími og
rafmagnshnappur. f hliðarher-
bergi til hægri við hásætið sitja
hinir helztu hirðmenn og nokkr-
ir af sonum konungs og rabba
saman, reiðubúnir ef konungur-
inn þarfnast þeirra. Ibn Saud
er nú 63 ára gamall og er farinn
að vera nokkuð þungur til,
gangs, mikið til sökum gamalla
sverð- og kúlnasára, sem hann
hefir hlotið í hinum mörgu bar-
dögum sínum, en þrátt fyrir það'
iítur hann unglega út. Fram-
koman er ákveðin og fyrirmann-
leg og röddin djúp og hljóm-
mikil.
Hið mikla afrek hans, að sam-
eina aftur Arabíu eftir 1300 ár
— síðan á dögum Múhammeds
—7 skipar honum í fremstu röð
mikilmenna heimsins. Sökum
þess að báðar hinar helgu borg-
ir, Mekka og Medina, teljast til
ríkis hans, er hann ekki aðeins
æðsti yfirmaður hinna 30 mill-
jón Araba í nálægum Austur-
löndum, heldur einnig æðsti yf-
irmaður 220 milljón Múhamm-
edstrúarmanna, sem dreifðir
eru um alla jörðina.
Af ýmsum ástæðum er Saudi-
Arabía algerlega lokað land
kristnum mönnum. Innan við
eitt himdrað kristnir menn hafa
heimsótt eyðimerkurvirki lands-
ins. En lega Arabíu, sem ræður
yfir tveimur af þremur leiðum
til nálægra Austurlanda, gerir
hana að mikilvægum lið fyrir
hinar sameinuðu þjóðir, til þess
að koma birgðum til Rússlands,
Indlands og nálægra Austur-
landa, þar að auki eru Bahrein-
eyjarnar í persneska flóanum
mikilvæg oliubirgðastöð fyrir
Bandamenn.
í þessari heimsstyrjöld, eins
og í hinni fyrri, hefir Ibn Saud
haldið vinsamlegu hlutleysi
gagnvart Bandamönnum. Ef
Ibn Saud hefði, áður en styrj-
öldin brauzt út, hallazt að
Möndulveldunum, sem létu
einskis ófreistað til þess að gera
hann sér handgenginn, hefði
orðið örðugt, ef ekki ómögulegt,
að hrekja ítali burt úr Abess-
jníu og Eritreu. Ef Ibn Saud
hefði hikað fyrir einu ári síðan,
þegar uppreisnin í Irak brauzt
út, hefði það getað haft hinar
alvarlegustu afleiðingar í för
með sér fyrir Bandamenn.