Úrval - 01.02.1944, Side 50
48
ÚRVAL
skógi gert „leiðréttingar“ sín-
ar, til undirbúnings næsta skoti.
1 París urðu menn sem þrumu
lostnir og vissu ekki hvaðan á
sig stóð veðrið. Tíðindin bárust
sem eldur í sinu um alla borg-
ina. Aukablöð voru gefin út, og
uppseld jafnharðan. Umferð
var stöðvuð. Allt vamarkerfið
komst í uppnám. Um kvöldið
var tilkynnt frá Eiffelturninum:
„Óvinaflugvélum tókst að kom-
ast yfir frakknesku varnarlín-
una í mikilli hæð og ráðast á
París. Tilkynningar berast um
að víða hafi fallið sprengjur.
Margir látnir og særðir.“
Það var álitið í París, að
þetta hefði verið flugvélaárás!
Þó að sérfræðingar kæmust
brátt að hinni réttu niðurstöðu,
að hér væri um að ræða skot
úr langdrægri fallbyssu, var
talið réttast að láta það ekki
uppi, að svo stöddu. Rak nú
hver ráðstefnan aðra út af
þessu undri. Clemenceau skip-
aði svo fyrir, að allt njósna-
kerfið yrði þegar í stað sett í
gang. Ýmis konar rannsóknir
vom gerðar í skyndi, og gætur
hafðar á grunsamlegum mönn-
um. Ótal flugufregnir komust
á kreik og hinar ólíklegustu til-
gátur voru fram bornar. Sumir
tæptu á því, að þetta hefði ver-
ið „ósýnilegar“ flugvélar, af
alveg nýrri gerð, — nýtt vopn,
sem vera myndi hin mesta völ-
undarsmíð, aðrir töldu, að þetta
myndi vera skemmdarverk
þýzkra njósnara, og enn aðrir,
að hér væri um að ræða faldar
stórskotaliðssveitir, sem bæki-
stöðvar hefðu í grennd við
París. Riddaraliðssveitir voru
gerðar út til þess að leita í skóg-
unum umhverfis borgina. Fót-
gönguliðssveitir, sem með sér
höfðu sérfræðinga, stórskota-
byssur og flugvélar, voru send-
ar út sömu erinda.
En á meðan þessu fór fram
dundi hvert skotið af öðru. 15
njósnarflugvélar voru sendar
upp í 5—6000 metra hæð, yfir
París. Þær leituðu um himin-
geiminn í tvær klukkustundir,
— árangurslaust.
Upplýsingaþjónustan franska
hafði nú ærið starf með hönd-
um. En ekki reyndist mögulegt
að finna það með nokkrum
mælitækjum, sem fyrir hendi
voru, hvar hin langdræga fall-
byssa myndi vera niður komin.
Flugsveit var send út, sem
koma átti af sér tveim njósn-
urum að baki víglínu Þjóðverja.