Úrval - 01.02.1944, Síða 109

Úrval - 01.02.1944, Síða 109
ÉG SJÁLFUR Á JÖRÐINNI 107 hann. Þegar við lifðurn báðir á jörðinni var ég of ungur til að geta talað við hann vitandi vits, en alltaf síðan ég komst til vits og skilnings höfum við átt sam- an langar þöglar samræður. Ég segi við hann. ,,Ó, þú þunglyndi Armeni; hve dásmlegt hefir líf þitt verið!“ Og hann svarar blíðlega, „Vertu auðmjúkur, sonur minn. Leitaðu guðs.“ Faðir menn var líka rithöf- undur. Hann fékk heldur aldrei neitt birt eftir sig. Ég á allt handritasafn hans, kvæði hans og sögur, skrifuð á móðurmáh okkar, sem ég get ekki lesið. Tvisvar eða þrisvar á ári tek ég fram öll handrit föður míns og stari klukkustundum saman á skerf hans til bókmennta heims- ins. Hann var bláfátækur eins og ég; fátæktin elti hann eins og hundur, eins og sagt er. Flest kvæði hans og sögur voru skrifuð á umbúðarpappír, sem hann braut saman í litlar bækur. Aðeins dagbókin hans er á ensku og hún er full af harma- tölum. I New York, að því er segir í þessari dagbók, var hug- arástand föður míns aðeins tvenns konar; slæmt og mjög slæmt. Fyrir hér um bil þrjátíu árum var hann einn í þessari borg, og hann var að reyna að afla sér nægilegs fjár til þess að borga ferð konu sinnar og þriggja barna til hins nýja heims. Hann var dyravörður. Hví skyldi ég leyna því. Það er enginn skömm fyrir mikinn mann að vera dyravörður í Ameríku. Heima í Armeníu var hann mikilsmetinn maður, próf- essor, og hann var kallaður Agha sem þýðir eitthvað svipað og lávarður. Til allrar óham- ingju var hann byltingamaður, eins og allir góðir Armenar eru. Hann vildi að hin fámenna þjóð hans fengi að vera frjáls. Hann vildi að hún fengi að njóta frelsis, og þess vegna var hann alltaf öðru hvoru settur í fangelsi. Að lokum gekk svo langt að hann var nauðbeygður að flýja land, ef hann vildi komast hjá að drepa og vera drepinn. Hann kunni ensku, hann hafði lesið Shakespeare og Swift á ensku, þess vegna kom hann hingað til Ameríku. Og hann var gerður að dyra- verði. Þegar hann hafði stritað í mörg ár kom fjöldskylda hans á eftir honum til New York. í Kalifomíu vænkaðist hagur hans um stund, að því er segir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.