Úrval - 01.02.1944, Side 132
Til lesendanna — og frá þeim.
M leið og þriðji árgangur Úrvals hefst, vill það nota
W tækifærið til að þakka öllum velimnurum sínum fyrii-
hlýjan hug og sýndan áhuga á viðgangi þess á tveim imd-
anfömum árum.
„Bókin“ í þessu hefti er með nokkuð öðrum hætti en
verið hefir fram að þessu. Hún er ævisaga merks vísinda-
manns, tekin upp úr ritverki miklu, sem heitir „Living
Biographies" og flytur ævisögur flestra stórmenna heims-
ins á sviði heimspeki, vísinda, trúarbragða, stjómmála og
hvers konar lista. Ætlunin er, að fyrst um sinn verði „bók-
in“ aftast í hverju hefti slík ævisaga, að minnsta kosti
öðm hvoru, og er ekki að efa, að slíkt verður vinsælt, því
að ævisögur mikilmenna er skemmtilegur og hollur lestur.
Leiðinleg missögn var í greininni í síðasta hefti um „hið
gula töfralif penicillin“. Þar stendur, að lífveran, sem fram-
leiðir hið gula, sýkladrepandi efni, sé ,,maur“. Þetta er
rangt. Lífvera þessi er svepptegund (penicillum notatum),
og er skyld myglusveppnum, sem sjá má stundum í osti.
Úrvali þykir fyrir því, að þessi missögn skyldi koma fyrir,
og þótti sjálfsagt að leiðrétta hana, af því að það vill gera
sér allt far um að vera áreiðanlegt í frásögn, einkum þó,
þegar um er að ræða frásagnir af nýjungum í vísindum
og annan svipaðan fróðleik. Það verður að teljast ver farið
en heima setið, ef slíkar frásagnir eru villandi, eða beinlínis
rangar, og vill Úrval forðast að veita slíku brautargengi.
Alltaf er nokkur hluti af bréfum þeim, sem Úrvali ber-
ast, nafnlaus. Þetta er ósiður, sem því miður virðist vera
nokkuð útbi'eiddur hér á landi. Ef þetta er sprottið af ótta
við að þurfa að staðfesta opinberlega með eigin nafni um-
mæli sín og álit, þá er hann alveg óþarfur. Úrval hefir
aldrei birt nema fangamörk bréfritaranna, og ef menn
þola ekki einu sinni að sjá það birt, þá skulum vér gjarnan
setja dulnefni í staðinn. Raunverulega eru nafnlaus bréf
einskis virði, því að engin trygging er fyrir því, að ummæli
þess séu skoðun bréfritarans, eða að þau séu skrifuð í al-
vöru. Úrval mælist því eindregið til, að þeir sem vilja skrifa
því i fullri einlægni, setji undir nafn sitt og heimilisfang.
STEINDÓESPRENT H.F.