Úrval - 01.02.1944, Síða 31
ÁBURÐUR ÚR SORPI
29
sé stefnt að gereyðingu jarð-
vegsins. — Þegar fyrir miðja
nítjándu öld lét þýzki efnafræð-
ingurinn Baron von Liebig þá
skoðun í ljós, að sorpleiðslur
hinnar fornu Rómaborgar hefðu
á nokkrum öldum sogað til sín
auðlegð hinnar rómversku
bændastéttar. Og þegar frjó-
semi Rómarsléttunnar var til
þurrðar gengin, hefðu þessar
sömu sorpleiðslur sogað til sín
frjómátt Sikileyjar, Sardiníu
og norðurstrandar Afríku. Þetta
var nýstárleg kenning um or-
sakir að hnignun og hruni hins
rómverska keisaradæmis.
Kínverjar fleygja engu. Til er
saga um sölumann frá áburðar-
verksmiðju, sem sendur var til
Kína til að selja tilbúinn áburð.
Þegar sex mánuðir voru liðnir,
án þess að hann léti nokkuð til
sín heyra, sendi verksmiðjan
honum fyrirspurn símleiðis.
Sölumaðurinn símaði aftur:
„Lítil von um sölu vegna harð-
vítugrar samkeppni 400.000.000
framleiðenda."
í þúsundir ára hafa Kínverj-
ar notað öll saurindi til áburðar
á akra sína. Þéttbýh í kínversk-
um landbúnaðarhéruðum er líka
meira en í nokkrum öðrum land-
búnaðarhéruðum heimsins.
Það er athyglisvert, að sum-
ar af nýjustu tilraunum um
hagnýtingu sorps og saurinda
til áburðar stefna mjög í sömu
átt og hin aldagamla aðferð
Kínverja. í borgunum Rotham-
sted í Englandi og Indore í Ind-
landi hafa í mörg ár verið gerð-
ar árangursríkar tilraunir til
framleiðslu áburðar með því að
blanda saman grænmetisúr-
gangi og saurindum úr skolp-
leiðslunum. Frjómagn þessa
áburðar hefir reynzt mikið.
Margir hafa — að ástæðu-
lausu — óbeit á áburði af þessu
tagi. í fimmtíu ár hefir smáborg
ein við Themsá framleitt slíkan
áburð, en hann hefir mestallur
verið fluttur til meginlands Ev-
rópu.
Enskir bændur hafa ekki
viljað kaupa hann. Á hinn bóg-
inn hafa Englendingar borðað
með beztu lyst grænmeti, sem
sprottið hefir upp af þessum
áburði á meginlandinu.
En erfiðleikamir á því að
losna við sorp og saurindi, eink-
um í þeim borgum, sem ekki
standa við sjó, eru stöðugt vax-
andi. Fjallháir sorphaugar rísa
upp, sem megnan óþef leggur
af og eru hin ákjósanlegasta
gróðrarstía fyrir rottur.