Úrval - 01.02.1944, Side 32
30
tJRVALi
Árið 1929 voru í borginni
Maidenhead gerðar tilraunir til
að leysa þetta vandamál með
því að blanda saman saurindum
úr skolpinu og þurru sorpi.
Fyrst var askan skilin frá sorp-
inu á snúningsplötum, síðan var
það látið á rennibönd og þar var
tekið úr því flöskur, tuskur,
pappi, pappír og málmur —
allt nema tindósir. Síðan var
það, ásamt tindósunum, látið í
mortél, og þar var það mulið.
Tindósimar vom látnar fylgja
með til að hjálpa til við muln-
inguna. Því næst vou útflattar
dósirnar teknar úr með rafsegl-
um og fleygt.
Þegar búið var að mylja
þannig sorpið, var það blandað
hæfilega miklu af mauki úr
skolpleiðslum, og því næst var
þessi blanda breidd til þerris.
Eftir tvo daga var henni snúið,
og þegar henni hafði verið snú-
ið enn einu sinni, var hún orðin
raka- og sýklalaus, því að í
henni hafði myndazt um 70
stiga hiti á C. Eftir var brún-
leitt, moldarkennt duft, alger-
lega lyktarlaust, og án nokkurs,
sem minnt gæti á uppmna þess.
, Áburður þessi var mestallur
seldur í nágrenni borgarinnar,
og andúð manna gegn honum,
er algerlega horfin. Bændur og
garðyrkjumenn komust fljótt
að því, hve frjómagn hans var
mikið, og ekki spillti það fyrir,
að hann kostaði aðeins fjórtán
krónur tonnið.
Nefnd verkfræðinga (enginn
jarðræktarfræðingur var í
henni) var nýlega skipuð til að
rannsaka þessa áburðarvinnslu
í Maidenhead. I bráðabirgða-
skýrslu sinni voru þeir mjög;
varkárir í dómum um þessa,
tilraun, eins og hún væri nýtt
og algerlega óþekkt fyrirbrigði
í heiminum.
Enginn, sem les þessa skýslu,
getur ímyndað sér, að í raun
og veru sé þessi aðferð jafn-
gömul menningunni í Kína,
sannprófuð af margra alda
reynslu og rómuð af helztu
vísindamönnum á sviði jarð-
ræktar um allan heim. Niður-
stöður nefndarinnar vom þó
þær, að tilraunir þessar væm
í fyllsta máta athugunarverðar,
en frekari aðgerðir yrðu þó að
bíða þar til eftir stríð.
En þrátt fyrir þetta nefndar-
álit heldur áburðarvinnslan
áfram í Maidenhead, bændurnir
kaupa áburðinn og borgarbúar
kaupa afurðirnar — hringrás
náttúmnnar er ekki rofin.