Úrval - 01.02.1944, Side 15
ÞEGAR BARNI LINDBERGS VAR RÆNT
13
hjónin. Lindberg hljóp sjálfur
út berhöfðaður, til þess að leita
þorparanna í nágrenninu, en
frúin, sem var með barni, sat
heima yfirbuguð af harminum,
og hringdi til móður sinnar, til
þess að tjá henni þessi hörm-
ungartíðindi. Huggun var henni
mikil í því í þessari raun, að
óteljandi fjöldi foreldra um
víða veröld, vottaði henni á
ýmsa lund einlæga og hjartan-
lega samúð. En næstu vikur og
mánuðir voru tímabil látlausrar
kvalar og vonbrigða og árang-
urslausrar leitar. Öðru hvoru
gaus upp kvittur um, að barnið
væri fundið, eða fram komu
hinir og þessir menn, sem upp-
lýsingar þóttust geta gefið. En
allt reyndust þetta falsfréttir og
falsvitni.
Nú er það svo, að lagabrot
og ýmislegir glæpir eru harla
hversdagslegir atburðir í Banda-
ríkjunum. En það var eins og
að öll Bandaríkjaþjóðin stæði
agndofa og á öndinni, er frétt-
in barst henni um þetta ódæð-
isverk, sem framið var við
einkabarn þess manns, sem hún
dáði þá umfram aðra menn
sína. Og samúðin, sem þau
Lindbergshjónin nutu hjá þjóð-
inni var svo hjartanleg — og
almenn, að slíks munu ekki
vera dæmi.
Þegar aðalflokkur lögregl-
unnar kom á vettvang, ásamt
sveit hermanna og f jölda blaða-
manna, var Lindberg á hlaup-
um um vellina umhverfis hús
sitt, með vasaljós í hendinni, í
látlausri leit að einhverjum
,,sporum“ eftir þorparana. Slóð
þeirra varð rakin að skuggaleg-
um stað, þar sem menn þóttust
sjá merki þess, að bifreið hefði
staðnæmst. Það var komið langt
fram yfir miðnætti, þegar hægt
var að telja Lindberg á að fara
heim til sín og láta lögreglu-
mennina og hermennina um
leitina, það sem eftir var
nætur.
En á meðan þessu fór fram,
þar heima hjá Lindberg, höfðu
verið gerðar út ótal sveitir lög-
regluþjóna á bifhjólum og bif-
reiðum, og var settur vörður við
allar brýr yfir Delaware-ána og
á öllum vegamótum, á víðáttu-
miklu svæði. Svo mikil var bif-
reiðaumferðin í áttina til heim-
ilis Lindbergs, að gera þurfti út
hundruð lögregluþjóna til þess
að hafa hemil á umferðinni.
Innan fárra stunda, voru að
minnsta kosti 100.000 lögreglu-
menn á þönum, víðsvegar um