Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 67
örlagaríkur drykkur.
tír bókinni „Pipe Line to Battle", eftir Peter W. Rainier, majór.
A LMENNT er álitið, að Bret-
ar hafi stöðvað framsókn
Þjóðverja í Norður-Afríku við
E1 Alamein. Það er ekki rétt.
Þriðja júlí, 1942, brutust þrjú
vélaherfylki Rommels í gegnum
miðfylkingu okkar, og áður en
nóttin skall á, voru þeir komnir
miðja vegu milli Alamein og
Alexandríu, en sú leið er 75 km.
Daginn eftir, einhvexn örlaga-
ríkasta dag styrjaldarinnar, fór
fram furðulegt sjónarspil á
eyðisöndunum.
Liðsmenn Rommels eygðu
tuma Alexandríu. Eftir tveggja
ára grimmilega eyðimerkur-
styrjöld blasti við þeim hið
langþráða takmark. Hvíld, mat-
ur, vatn — vatn til að væta
skrælnaðar kverkamar — beið
þeirra steinsnar fram undan.
En allt í einu gaus upp ryk-
ský í eyðimörkinni, milli þeirra
og hins langþráða takmarks.
Það vom leifar brezka hersins,
sem þar vom á ferð. Fimmtíu
skriðdrekar og nokkur önnur
vélknúin hergögn og flutninga-
bifreiðir, hlaðnar örþreyttum
hermönnum. Liðsstyrkur óvin-
anna var svipaður, en vopna-
styrkleikinn öllu meiri.
Það var örlagarík barátta,
sem beið þessa fámenna liðs. Ef
okkur hefði ekki tekizt að
stöðva vélaherfylki Rommels
þennan morgun, mundi Alex-
andría hafa fallið, öll Norður-
Afríka verið glötuð, hugsanlegt
að Rússar hefðu orðið innikró-
aðir í fjöllum Kákasus og Jap-
anir og Þjóðverjar náð höndum
saman í Asíu.
Allan morguninn gekk skot-
hríðin á báða bóga. Liðsmenn
beggja vom svo örmagna af
þreytu og blindaðir af sandi
og svita, að þeir sáu naumast
til að miða. Það gat ekki liðið
á löngu áður en baráttuþrekið
brysti í öðru hvoru liðinu.
Um hádegi tóku þýzku skrið-
drekarnir að hörfa, hægt og
treglega. — Og þá skeði furðu-
legur, næstum ótrúíegur atburð-
ur. Ellefu hundruð menn úr 90.
vélaherfylkinu — kjarna hins
þýzka liðs í Afríku — komu ríð-
andi á móti okkur yfir sand-
auðnina, með uppréttar hendur!
Þegar Þjóðverjamir komu