Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 30
Aburður úr sorpi.
Grein úr „The New Statesman and Nation“,
eftir Beginald Beynolds.
PRJÓSEMI jarðvegsins í vest-
*■ rænum löndum fer stöðugt
þverrandi, þrátt fyrir aukna
notkun tilbúins áburðar. Þýzk-
ur rithöfundur (dr. Rusch-
mann) skrifaði 1931, að þrátt
fyrir ört vaxandi notkun tilbú-
ins áburðar, færi frjósemi hinn-
ar þýzku moldar þverrandi.
Sennilega fer eitthvað til spillis
af þeim húsdýraáburði, sem til
fellur, en það mun þó ekki
nægja til að stöðva þessa hröm-
un. Við nánari athugun er þetta
augljóst. í hinni miklu hring-
rás náttúrunnar, fá plönturnar
næringu sína úr jarðveginum
og loftinu. Dýrin hfa á plönt-
unum eða öðrum dýrum, sem
hlotið höfðu næringu sína frá
plöntum. í staðinn fyrir þetta
er jarðveginum nauðsyn að fá
áburðinn frá dýmnum. En
maðurinn, sem er þeirra lang-
neyzlufrekastur, skilar ekki aft-
ur sínum hluta.
I síðustu heimsstyrjöld var
Sir John Russell fenginn til að
1 grein þessari er skýrt frá nýjum
tilraunum til vinnslu áburðar úr
sorpi og saurindum. Tilraunir þessar
eru mjög athyglisverðar fyrir oss Is-
lendinga, einkum Reykvíkinga síðan
hitaveitan kom og hætt er að brenna
öllu sorpi. Ekki er vafi á því, að
sorpið hér er mjög áburðarríkt með
öllum þeim fiskúrgangi, sem í því er,
og mætti vafalaust vinna áburð úr
því, þó að saurindum úr skolpleiðsl-
unum væri sleppt.
mc-ta verðmæti þess áburðar,
sem er í saurindum mannsins.
Hann komst að þeirri niður-
stöðu, að þau næmu tíu krón-
um á mann á ári, eða um 450
milljónum króna hjá allri þjóð-
inni, sem mest allt fór til einsk-
is. Síðan hafa rannsóknir leitt í
ljós, að tilbúinn áburður getur
aldrei komið fyllilega í stað líf-
ræns áburðar, auk þess sem
vaxandi notkun dráttarvéla
veldur því, að minna fellur til
af hrossataði.
Það eru því engar ýkjur, þó að
sagt sé, að með þessu háttalagi