Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 53
Enginn þjóðhöfðingi hefir liáð fleiri styrjaldir, hrósað fleiri
sigrum, lagt undir sig meira landflæmi og ltollvarpað
allri skipan í Evrópu í ríkara mæli, en —
Napóleon Bónaparte.
Úr bókinni „The Story of Mankind“,
eftir Hendrik Willem van Loon.
jVÍ APÖLEON fæddist árið
' 1769 og var þriðji sonur
Carlo María Buonaparte, lög-
manns í borginni Ajaccio á Kor-
síku, og konu hans Letiziu
Ramolino. Hann var því ekki
Frakki, heidur ítaii, því að
fæðingarey hans (sem var göm-
ul nýlenda Crikkja, Karþagó-
manna og Rómverja) hafði
árum saman verið að berjast
fyrir endurheimt sjálfstæðis
síns, fyrst og fremst við Genúu-
menn, en eftir miðja átjándu
öld við Frakka, sem höfðu góð-
fúslega boðið Korsíkumönnum
aðstoð sína í frelsisbaráttu
þeirra, en síðan hertekið eyna
og lagt hana undir sig.
Fram að tvítugsaldri var
Napóleon ákveðinn korsíkansk-
ur ættjarðarsinni og ól þá von
í brjósti, að honum mætti takast
að leysa land sitt undan oki
hins sárhataða, franska óvinar.
En upp úr frönsku stjórnarbylt-
ingunni fengu Korsíkumenn
kröfur sínar viðurkenndar og
varð það til þess, að Napóleon,
sem hafði hlotið góða æfingu
í herskólanum í Brienne, gekk
í þjónustu franska lýðveldis-
ins.
Enda þótt honum tækist aldrei
að tala frönsku lýtalaust og
án ítalskrar áherzlu, varð hann
Frakki. 1 fylling tímans var
hann skoðaður sem æðsta tákn
franskra dyggða. Nú á dögum
er litið á hann sem tákn gall-
verskrar snilligáfu.
Napóleon var hraðvirkur,
sannkölluð hamhleypa. Afreks-
ferill hans nær ekki yfir nema
tvo tugi ára. Á þessum stutta
tíma háði hann fleiri styrjaldir,
hrósaði fleiri sigruin, fór með
her sinn fleiri milur, lagði undir
sig fleiri ferkílómetra lands og
kollvarpaði allri. skipan í Evrópu
í ríkari mæli en nokkur annar
hafði áður gert, (að Alexander