Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 89
AUGA FYRIR AUGA
87-
Fyrst ristir hann fyrir fimm
millimetra ferhyming á hinni
skýjuðu hornhimnu, með mik-
illi varkárni. Síðan þræðir hann
með nál silkiþræði í hornhimn-
una umhverfis ferhyrninginn
og yfir hann. Þessi þráðarvef-
ur er hafður laus, en honum
er hagað þannig, að hægt er að
stríkka á honum síðar, svo að
hann heldur bótinni í skorðum,
þegar húri er komin á sinn
stað.
Hljótt er í hinni skjanna-
björtu skurðstofu, að öðru leyti
en því, að loftsugan suðar í
sífellu. Vér áhorfendur færum
oss nær, og nú er skurð-
læknirinn að losa um skýjaða
homhimnu-ferhyrninginn, með
örsmáum skærum og hnífum, og
tekur hana síðan upp.
Síðan sker hann samsvarandi
ferhyming úr dauða auganu.
Auga fyrir auga. Hann tekur
þessa litlu bót af gagnsærri
hornhimnu varlega upp með
litlum töngum, rennir henni
síðan undir þráðarvefinn og
hagræðir henni í ferhyrnings-
reitinn, — a't stendur svo ná-
kvæmlega heima sem verða má.
Síðan strengir hann þráðarvef-
inn yfir bótina, og festir með
hnút. Þar með er aðgerðinni
lokið.
Sjúklingurinn hefir nú fengið
„glugga ” af gagnsærri horn-
himnu, sem birtan skín í gegn-
um, inn í sjáaldrið. Stundum
hefir jafnvel komið fyrir, að
birta hefir komist í gegnum
gluggann, á meðan sjúklingur
hefir verið á skurðarborðinu,
og undan teppunum hefir þá
heyrst undrunampphrópun:
„Ég sé”.
Annars er vandlega bundið
fyrir augað með svörtum um-
búðum. Sjúklingurinn er látinn
liggja á bakinu í eina tíu daga
án þess að hreyfa höfuðið. En
á sjötta degi er þráðurinn tek-
inn úr auganu. Á f jórtánda degi
eru urnbúðimar teknar, og ef
allt er með feldu, þá er sjúkl-
ingurinn búinn að fá sjónina
aftur.
Homhimnu-yfirfærsla er dag-
legur viðburður nú orðið. Þó
verður þessi aðgerð jafnan
kraftaverk.