Úrval - 01.02.1944, Síða 49
.PAIílSARDAMAN"
47
fallbyssan lendi ekki í hendur
óvinanna, ef þeir kynnu að kom-
ast í gegn um vamarlínu vora!“
En meðan á öllu þessu stóð,
hafði upplýsingaþjónustan ver-
ið að „byggja upp“ frétta-kerfi
frá París um Sviss, sem reynd-
ist all hraðvirkt og örugt.
Bandamenn höfðu að vísu grun
um, að eitthvað merkilegt væri
í bígerð, en þrátt fyrir það var
þetta frétta-kerfi altilbúið hinn
27. febr. 1918.
Samtímis hættu loftárásirn-
ar á París, og Frakkar héldu,
að það ættu þeir að þakka sínum
ágætu loftvömum. En tilgang-
urinn var sá einn, að gefa
Parísarbúum það langa hvíld,
að þeir teldu sig óhulta, svo
að áhrifin yrðu enn meiri, þeg-
ar á dyndi ósköpin.
Allt var nú tilbúið og útreikn-
að, til hinna smæstu smámuna,
svo að „hin mikla stund“ gæti
runnið upp.
Hinn 23. marz 1918 kl. 7
var H. O. K. send tilkynning um,
að allt væri ,,klárt“. En þaðan
var send skipunin um að „hleypa
af“. Sú skipun var gefin í tal-
síma, samtímis til stóru fall-
byssunnar og stórskotasveit-
anna, sem villa áttu óvinunun-
um sýn. Allir höfðu búizt við,
að skothvellurinn myndi verða
miklu ægilegri en raun varð á,
— en hann „drukknaði" í drun-
um allra hinna fallbyssnanna.
Hinn 200 smálesta þungi hlaup-
hólkur hentist upp og aftur, sem
væri hann úr togleðri. Og í heila
mínútu „fjaðraði" hann fram
og aftur eins og laxveiðistöng.
Beðið var með óþreyju fregna
um árangurinn. Fjórum klukku-
stundum síðar kom tilkynn-
ingin:
„23. ma.rz - kl. 7-20 mín. og 15 sek.
Quai de la Seine, húsið nr. 6. 2 látnir,
5 særðir.
Og: 23. marz - kl. 7-40 min. og 45
sek.: Rue Charles V. horn á Rue
Beautreiliis; 4 Iátnir, 9 særðir, leigu-
bifreið eyðilögð.
„Skotvörðurinn" hafði fyrst
ritað tilkynninguna á dulmáli,
þá tók við ungfrú nokkur, sem
las hana þannig ,,orðaða“ fyrir
„bónda“, sem til taks var við
svissnesku landamærin, en hann
fór með hana í heyvagni sínum
inn í Sviss. Hálfri klukkustund
síðar var búið að senda hana
til Basel símleiðis, en þar
tók þýzka fréttaþjónustan við
henni, og fjórum klukkustund-
um eftir að fyrsta skotinu hafði
verið hleypt af, gat yfirmaður
fallbyssusveitarinnar í Crépy-