Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 71
LISTAMAÐUR
69
. . . um alla Evrópu, Mein-
herr. Ég átti fullt albúm af
blaðaúrklippum.“ Macek talaði
með öryggi loddaraleikarans, en
hann var aftur orðinn sveittur
á enninu. „Það eru fæstir, sem
hafa getað leikið mér eftir list-
ir mínar, og ég skal gjaman
sýna þær núna. Ég þarf ekki
annað en tréhurð eða vegg, við
allt má notast . . .“
Foringinn sagði drembilega:
„Við megum ekki vera að
neinum loddaraskap. Hvar eru
skilríkin þín?“ En meðan Macek
var að leita að skjölunum, bætti
hann við: „Hvað myndirðu gera
við hurð?“
„Ég er listamaður, herra
oberleutnant," sagði Macek
virðulega. „Það getur enginn
leikið það eftir mér, að halda
þrem hnífum á lofti og kasta
samtímis hnífum að aðstoðar-
manni yfir þvert leiksviðið, báð-
um höndum á víxl, svo að allir
hnífarnir lendi á réttum stað.
Við getum sett frænda minn
upp að hurð, og þá skal ég
gjarnan sýna . . .“
Foringinn gretti sig. Hann
leit yfir skjölin, sem Macek
hafði rétt honum. „Hm. Hm.“
Síðan leit hann á piltinn og aft-
ur í skjölin.
Macek svitnaði enn meira.
Pilturinn reikaði á fótunum.
Hann var uppgefinn. Skómir
voru í tætlum, og hann hafði
reifa um fæturna, sem sáust út
um götin á skónum. Það var
blóðblettur á reifunum, svipað-
ur moldarköku.
„Þetta vegabréf gildir ekki
til að fara inn í óvinaland, land-
svæði s jetníkanna," sagði
foringinn ekki óvinsamlega.
„Geturðu gefið mér einhverja
ástæðu, sem nóg væri fyrir mig
til að leyfa þér að fara þang-
að?“
Macek gleypti munnvatnið.
„Ég hefi enga peninga, herra
oberleutnant," sagði hann
angistarlega. „Ég eyddi mínum
síðasta eyri í mat handa piltin-
um.“
Foringinn mælti enn blíðleg-
ar:
„Skoðum til. Þetta er grun-
samlegt. Þú ætlar inn í land
uppreistarmanna og talar um
mútur. Þetta mál verður að at-
huga. Franz og Hermann leitið
á þeim.“
Svitinn stóð í dropum á enni
Maceks. Hann reyndi að brosa,
sneri buxnavösunum út, og benti
piltinum að gera hið sama. Ann-
ar hermannanna stjakaði við