Úrval - 01.02.1944, Síða 131
BRÉF. Frh. aí 2. kápusíöu
eftir Þóri Bergsson, einhver
bezta smásaga, sexn ég hefi lesið.
„Læknirinn í Lennox“ þykii-
mér prýöileg' saga. Mér finnst
hún eiga talonark og erindi —
gagnstætt þeim sögum, sem ég
veit ekkert til hvers era sagðar.
Þótt einhverjum kunni aS þykja
þær „vel skrifaðar" nægir þaö
mér engan veginn. 1 því sam-
bandi dettur mér oft i hug spak-
mæli, sem segir svo: „Það sem
kallað er „vel sagt", er því mið-
ur oft illa hugsað".
Af bókaágripum í síðari heft-
um Úrvals þykir mér langbezt
„Saga um storm", sem gefur
ágæta iirnsýn í fjölþætt orsaka-
og áhrifakerfi þessa hversdags-
lega náttúrufyrirbrigðis, sem
flestum gleymist alveg að skoða
nema frá takmörkuðu eigin sjón-
armiði — svo afdrifarikt, sem
það getur þó orðið á mörgum
sviðum.
Sannfræðilegar greinar, eins
og t. d. „Dauðinn í háloftmium“,
og margar slíkar, sem byggðar
era á reynzlu, lika mér vel. Spá-
sagnir og tilgátur era máske
góð dægradvöl handa öðram.
Greinin „Leið til skírlífis"
þykir mér góð, og að svo miklu
leyti, sem ráöa má I afstöðu
Úrvals til alvöru- og vandamála,
líkar mér hún vel. Armars ætla
ég að hlífa þvi að mestu við
„gullhamraslætti", sem mér
skilst, að það fái nóg af — þó
ég sé jafnfús og fyrr að viður-
kenna það, sem mér finnst vel
gjört.
E.s. Mikið hefði mig langað
til þess að Úrval hefði, þegar
eitthvað hægist um í heiminum,
fengið úr því skorið, hvort frú
Houdini fekk raimverulega nokk-
ur skilaboð, sem talin vora vera
frá manni hermar, eftir andlát
hans. Þar sem ekki er lengra
um liðið frá láti hans, ætti það
að vera mögulegt — þótt sann-
leikurinn hafi vist ekki stag-
fitnaö á þessum siðustu og
verstu tímuni!"
Flngvél framtíðarinnar.
„Sg las með mikilli ánægju og
eftirvæntingu greinina „Flugvél
framtíðarinnar,” sem birtist í
siðasta hefti Úrvals, og bíð með
óþreyju eftir að geta eignast
eina slíka flugvéL En gæti Úr-
val ekki svalað sárastu forvitni
miimi (og sjálfsagt fieiri) með
því að birta mynd af þessari
flugvél? Þótt orðið sé til alls
fyrst, getur ein mynd oft sagt
meira en þúsund orð. Ef þetta
er það, sem koma skal, þá vil
ég fá að sjá það með eigin aug-
um, þótt ekki sé nema á mynd.
Með fyrirfram þakklæti,
K. J.“
Úrval gerir yfirleitt meira að
því að flytja orð en myndir, en
þó er ekki óhugsandi að það
svali forvitni „K. J.“, ef tæki-
færi gefst.