Úrval - 01.02.1944, Side 110
108
ÚRVAL
í dagbók hans; hann talar um
sterka sól og fallegar glóaldin-
hríslur.
Hann gerði tilraun til að
yrkja jörðina. Fyrst vann hann
hjá öðrum bændum, því næst
festi hann kaup á lítilli jörð. En
hann var lélegur bóndi. Hann
var bókamaður, prófessor;
hann hafði yndi af fallegum
fötum. Hann mat mikiis frí-
stundir og þægindi, og eins og
ég hafði hann andstyggð á
vélum.
Víngarður föður míns var
ellefu mílur fyrir austan næstu
borg, og allir bændurnir í ná-
grenninu voru vanir að fara á
reiðhjólunum sínum til borgar-
innar tvisvar í viku, en reiðhjól
voru þá í tízku og lítið eitt fljót-
ari í ferðum en hestvagn. Eitt
sinn síðla dags á sólheitum
ágústdegi mátti sjá háan mann,
velklæddan, ganga í hægðum
sínum eftir þjóðveginum. Það
var faðir minn. Mér var sögð
þessi saga um manninn til þess
að ég skildi, hvílíkt erki-flón
hann var, og léti mér verða það
til varnaðar. Einhver sá föður
minn. Það var nágranni hans
sem var hjólandi á leið heim
frá borginni. Maður þessi varð
undrandi.
„Agha,“ sagði hann, „hvert
ertu að fara?“
„Til borgarinnar,“ sagði fað-
ir minn.
„Já, en Agha,“ sagði bóndinn,
„það er ómögulegt. Það eru ell-
efu mílur til borgarinnar og þú
lítur út eins og . . . Þú verður
þér til athlægis í þessum föt-
um.“
„Ég held menn megi hlæja,“
sagði faðir minn. „Þetta eru
fötin mín. Þau passa mér.“
„Já, já, auðvitað passa þau
þér,“ sagði bóndinn, „en þessi
föt eiga ekki við hér í þessu
ryki og hita. Allir hér eru í sam-
festingum, Agha.“
„Bull,“ sagði faðir minn.
Hann hélt áfram göngunni.
Bóndinn fór á eftir föður mín-
um, því að hann hélt að hann
væri ekki með öllum mjalla.
„Ef þú vilt endilega vera í
þessum fötum,“ sagði hann,
„ættirðu að minnsta kosti ekki
að gera svo lítið úr þér að
g a n g a til borgarinnar. Þú
þiggur að minnsta kosti hjólið
mitt.“
Bóndinn var náinn vinur okk-
ar, og hann bar mikla virðingu
fyrir föður mínum. Þetta var í
góðri meiningu gert, en faðir
minn varð hvumsa. Hann horfði