Úrval - 01.02.1944, Side 75
LISTAMAÐUR
73
„Hm ... Hm .. .“ Liðsforing-
inn leit út undan sér á menn
sína og sagði síðan: „Ach, ef
það er rétt, þá kanntu eitthvað
í hnífkasti".
„Nei, herra, ekki ennþá. Ég
er að byrja að læra“, sagði pilt-
urinn, og hendur hans skulfu
svo mjög, að ekki leit út fyrir
að hann gæti kastað hnífum, né
nokkru öðru. „Ég. . er ekki
nákvæmur. Ég hef ekki æft mig
lengi“.
„Sehr gut“, sagði foringinn.
„Ég held að hann sé að ljúga.
Ég veit að hann lýgur. En ég
treysti honum ekki til að fara
með hnífa. Aftur á móti lítur
þú ekki út fyrir að þora að
drepa Þjóðverja".
„N-nei, herra. Nei-nei“.
„Þá er rétt að trúa þér fyrir
hnífunum. Hafi frændi þinn
kennt þér nokkuð, þá fáið þið
báðir að fara yfir brúna. Þá
skulum við trúa honum. En
hafi hann ekkert kennt þér...“
Nú var jafnvel varðmaðurinn
kominn í hópinn og kærði sig
kollóttan um vakt sína, heldur
beið eins og hinir hermennirnir
eftir gamni foringjans.
,,Við stillum frænda þínum
upp við hurðina“, sagði foring-
inn og lék hinn réttláta dómara.
„Þú átt að kasta hnífum að
honum. Takist þér vel, gildir
það sem sönnun þess að þið
segið satt. Annars ...“
„Meinherr, ég get það
ekki“, stundi drengurinn upp,
um leið og hermennirnir ráku
upp skellihlátur. „Þér eruð að
gera að gamni yðar. Ég get
það ekki, Meinherr”.
„Þá er það ljóst, að þið eruð
að ijúga. Hér þarf engan að
senda til aðalstöðvanna. Franz
og Hermann, kallið mennina
saman með rifflana sína. Við
skjótum þá.“
Macek stóð í glaða sólskininu
á miðjum veginum, lítill, um-
komulaus maður, sem eitt sinn
hafði verið feitlaginn. Nú hékk
útsaumaða, rauða silkivestið
hans framan á maga hans, eins
og á herðatré. Hann hafði beð-
ið auðmjúkur um náð í örvænt-
ingu og angist. Nú rétti hann
allt í einu úr sér.
„Meinherr," sagði hann dá-
lítið skjálfraddaður. „Frændi
minn er skelkaður. En hann
getur vel sannað yður, að ég er
listamaður, sem ég segist vera.
Leyfið mér aðeins að gera hon-
um örlítio rórra innanbrjósts,
og þá mun allt fara að óskum.
Svona, góði minn,“ bætti hann