Úrval - 01.02.1944, Side 69
Listamaður.
Smásaga
eftir Will F. Jenkins.
O JÖLLIN gætu vel hafa verið
amerísk, og ekki var Macek
að neinu leyti ósvipaður atvinnu-
lausum amerískum loddara úr
fjölleikahúsi — nema ef vera
kynni, að hann var í rauðu
útsaumuðu silkivesti. En aðrar
aðstæður voru alls ósvipaðar.
Það voru til dæmis hermenn-
irnir við brúna. Það var líka
förunautur Maceks, sárfættur,
óhreinn unglingur í drengjaföt-
um, sem fóru illa. Svo var það
þung taska, sem Macek bar og
einhvem veginn minnti á leik-
hús. En ólíkast var þó auða,
rænda þorpið við brúarsporð-
inn og vélbyssan, sem komið
hafði verið fyrir til að verja
brúna umferð. Það var sannar-
lega ólíkt.
Fjöllin voru há, brött og
þungbúin. Ofan við grasi vaxn-
ar hlíðar tóku við klettabelti,
og sumstaðar voru snjófannir í
klettaskorum. I fjarlægð bar
skýjamistur fyrir f jöllin, og sagt
var, að þar uppi á hálendinu
héldu sjetníkarnir* sig. Það
voru skæruhermenn, sem gripið
höfðu til vopna til að bjóða inn-
rásarhemum birginn, og talið
var, að þeir væm nú sem óðast
að mynda öflugan her. Her-
mennimir við brúna bám ugg
gagnvart f jöllunum. Þaðan áttu
þeir alls ills von. En Macek og
förunautur hans voru þeim
ekkert óttaefni. Þeir voru ekki
annað en fólk úr hemumdu
landi, og þeim tók ekki að sinna,
nema hægt væri að hafa af þeim
skemmtan nokkra eða ræna þá.
Hermönnunum við brúna leidd-
ist.
Macek, stuttur og grannur
maður, sem einu sinni hafði ver-
ið feitur, stanzaði skammt frá
brúnni og kvaddi varðmanninn
kurteislega. Hann hélt töskunni
fast í höndum sér.
* „Sjetnikar" nefnast skæruher-
mennirnir í Júgóslavíu.