Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 126
124
ttRVAL
inn eftir mætti presturinn stúlk-
unni og tók hana tali. „Mér lízt
vel á piltinn þinn nema að einu
leyti,“ sagði hann, „hann skort-
ir gamansemi. Ég bað hann um
að skýra út fyrir mér afstæðis-
kenningu Einsteins — og hann
reyndi að gera það.“
Einstein var orðinn stórfræg-
ur maður. Hann gat ekki leng-
ur fengið sér göngutúr, án þess
að vera umkringdur af blaða-
mönnum og ljósmyndurum. Dag
hvern fékk hann fjölda bréfa.
Víðkunnir stjórnmálamenn,
friðarsinnar, atvinnuleysingjar
og piparjómfrúr — allir skrif-
uðu honum. Kaldhæðni örlag-
anna hafði hann að leiksoppi.
„Ég hefi orðið hálfguð gegn
vilja mínum.“ Ungur aðdáandi
skrifaði honum og bauðst til að
verða lærisveinn hans í „al-
heimshyggju“. Uppfinninga-
maður skýrði honum frá gerð
nýrrar flugvélar, sem hann
hafði fundið upp. Landkönnuð-
ur bað hann um ráðleggingar
vegna væntanlegrar rannsókn-
ferðar um frumskóga Asíu.
Leikari nokkur bað hann um
að verða forráðamann sinn.
Vindlaframleiðandi tilkynnti,
að hann hefði fra.mlp.itt nýja
vindlategund er héti „Afstæði“.
„Fólk skoðar mig sem nýtt
kynjadýr í hringleikhúsi ver-
aldarinnar.“ Hann brosti. Og
hann reyndi að vinna verk sitt
í kyrrþey og svo að lítið bar á.
Þegar honum var boðið að
halda ræðu á fundi frægra vís-
indamanna í Osló, tók hann
fram snjáðan jakka, burstaði
hann vandlega og sagði við
konu sína: „Ef einhver heldur,.
að ég sé ekki nógu vel klæddur,
hengi ég miða á þennan jakka
með upplýsingum um, að hann
sé nýburstaður.“ — Eitt sinn
hélt hann fyrirlestur við há-
skólann í Beríín, klæddur
pokabuxum og með sandala á
fótum. Hann gekk um götur
Berlínar í gamalli peysu, en með
höfuðið fullt af nýjum draum-
um. Þó að múgurinn starði og
hvískraði, vildi hann vera sjálf-
um sér trúr.
Hann var ekki svona blátt
áfram í framkomu, til þess að
vekja á sér eftirtekt. Eitt sinn
bauð Belgíudrottning honum
að koma og heimsækja sig. Þar
sem hann bjóst ekki við að
móttökunefnd háttsettra manna,
biði sín á brautarstöðinni í
skrautbifreið, steig hann út úr
lestinni með handtösku í ann-
ari hendi og fiðluna í hinni og