Úrval - 01.02.1944, Side 127
EINSTEIN
125
liélt til hallar drottningar
fótgangandi.
Móttökunefndin beið hans
árangurslaust. Loks snéri hún
heimleiðis tii þess að tilkynna
drottningunni, að Einstein hefði
ekki komið. En á leiðinni hittu
þeir rykugan, gráhærðan mann,
sem þrammaði eftir veginum.
„Hvers vegna notuðuð þér
ekki vagninn, sem ég sendi eftir
yður, doktor?“ spurði drottn-
inginn.
Gesturinn leit til drottningar-
innar og brosti hálf barnalega:
„Það var mjög skemmtilegt að
ganga þennan spöl, yðar há-
tign.”
Einstein bað ekki um neinar
skrautbifreiðir á vegferð sinni
um lífið — hann þarfnaðist ein-
ungis „skemmtilegrar göngu”.
Hann truflaðist, þegar fólkið
þyrptist saman við veginn og
ruglaði hugsanaferil hans. Marg-
ir gerðu til hans ósanngjarnar
kröfur. Þegar ritstjóri amerísk
tímarits bauð honum offjár
fyrir grein um sjálfvalið efni,
varð hann ævareiður: „Heldur
þessi ósvífni náungi, að ég sé
kvikmyndastjarna!“ hrópaði
hann til konu sinnar.
Hann hafði óbeit á auðæfum,
vildi ekki sjá þau. ,,Ég er alveg
sannfærður um, að enginn auð-
ur í veröldinni getur hjálpað
mannkyninu á braút þess fram
á við.” Hann sagði, að það sem
heimurinn þarfnaðist mest, yrði:
ekki keypt fyrir peninga.
„Heimurinn hefir verið eyði-
lagður af styrjölaum. Gömlu
haturshugsanirnar eru enn í
fullu fjöri. Heimurinn þarfnast
varanlegs friðar og stöðugrar
góðvildar manna á meðal.“
Þegar stríðinu lauk, reyndi
hann að breyta draumsýn sinni
um heimsfrið í veruleika. Hann
hélt fjölmarga „sátta-fyrir-
lestra“ í löndum ,,óvinanna.“
Um það leyti, þegar varasamt
var að taia þýzku á götum
Parísarborgar, skýrði vísinda-
maðurinn með rólegri röddu,
frá kenningum sínum og fékk
áheyrendurna til að fyllast
samúð með Þjóðverjum. Þegar
hann stóð á ræðupalli í London,
breytti hann andúð tilheyrend-
anna, sem í fyrstu litu á hann
sem Þjóðverja, í umburðarlyndi,
og að lokum var hann hylltur.
Algildi kenninga hans kom fólki
til að blygðast sín fyrir smá-
smugulega hreppapólitík. Hann
sýndi mönnum fram á samræmi
stjörnugeimsins. Og harm spáði
því, að einhvemtíma yrði slíkt