Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 98
ÚRVAL,
96
„Ég veit það,“ sagði ég, ,,en
hafið þér nokkra hugmynd um,
hvað þér eruð að gera — ég á
við allt þetta mikla starf —
þegar þér sitjið þarna uppi nótt
eftir nótt? Finnst yður það
ekki skemmtilegt — stórfeng-
legt?“
Hann leit tortryggnislega í
kringum sig, eins og hálf-
skelkaður. „Hvað eigið þér viö 7
Maður verður að lifa, maður
verður að vinna fyrir sér.”
Það var vonlaust. Og um leið
greip mig áköf meðaumkun með
með þessurn manni — þessari
blindu vél! Og mér fannst það
myndi varða óumræðilega
miklu, ef ég gæti vakið hann,
opnað augu hans fyrir því, sem
hann var að gera, mikilvægi
þess, fegurð þess og stórfeng-
leik. Ég sagði því við hann:
„Vitið þér, hvað ég var að
hugsa 4 meðan ég horfði á
yður í glerhúsinu? Mér fannst
þér vera þýðingarmesti maður-
inn í allri verksmiðjunni. Ég
ímyndaði mér, að þér gætuð
skýrt fyrir mér allt, sem fram
fór í verksmiðjunni, hvað var
búið til þar og hversvegna það
var búið til. Þér stjómuðuð öllu.
Ef eitthvað kæmi fyrir yður
myndi allt fara úr skorðum.”
I fyrstu horfði hann á mig
með undarlegri ákefð, sem ég get
ekki lýst, en svo varð hann
undrandi og óttasleginn á svip-
inn. „Heyrið þér — hvað eruð
þér að fara? Þér talið eins og
einn af þessumverkfalls-æsinga-
mönnum.”
Ég reyndi frekar, en varð
brátt að gefast upp. Það var
eins og hann væri hræddur við
að ræða málð.
„Ég verð að fara aftur,” sagði
hann önugur. „Ég þarf að vinna
fyrir mér.”
Mér var þungt fyrir brjósti,
þegar ég gekk heim um kvöldið,
og daginn eftir fór ég að heim-
sækja Pitwell kunningja minn.
Við gengum út okkur til
skemmtunar.
„Jæja, Grayson,” sagði hann,
„hvemig leizt þér á verksmiðj-
una okkar?”
„Plún er eitt af dásamlegustu
furðuverkum, sem ég hefi séð,”
sagði ég. „En það er undarlegt
— má ég gera lítilsháttar sam-
anburð frá sjónarmiði sveita-
mannsins ? Þú veizt að ég á bý-
flugnabú. Mér þykir mjög gam-
an að flugunum mínum. Það er
eitthvað mannlegt við þær. Mér
þykir gaman að virða þær fyr-
ir mér, leggjast niður hjá bý-