Úrval - 01.02.1944, Side 118
116
ÚKVAL
tími til, að hann færi að sýna
ábyrgðartilfinningu fullorðins
manns. Einstein eldri hvatti son
sinn til að gleyma hinni „heim-
spekilegu vitleysu" og snúa sér
að „skynsamlegu starfi“, svo
sem raffræðinni.
Albert gat ómögulega sætt
sig við þess konar starf — eðli
hans gerði uppreisn gegn slíkri
tilhugsun. En hvernig gat hann
barizt gegn öllum heiminum?
Hann fékk svarið dag nokk-
urn, þegar hann var að lesa rit-
gerð eftir Emerson: „Ef maður
trúir algerlega á eðlishvöt sína,
mun heimurinn viðurkenna
hann.“
II.
Albert hafði sitt fram. Faðir
hans leyfði honum að stunda
framhaldsnám í stærðfræði, en
hann féll á inntökuprófinu í
f jöllistaskólann í Zúrich. Ástæð-
an var sú, að hann var ekki
nógu vel að sér í útlendum
tungumálum. Eftir stuttan, en
góðan undirbúning, lagði hann
aftur í prófið — og stóðst það.
Þegar hér var komið, vissi
Albert, hvað hann vildi. Hann
ætlaði að gerast kennari í stærð-
fræði og eðlisfræði. Hann las
hverja bók um þessi efni, sem
hann gat hendur á fest. En
jafnframt óx áhugi hans á
heimspeki og vísindum yfirleitt.
Hann drakk í sig kenningar
Ernest Marchs og Darwins.
Hann hreifst af hinu hagfræði-
lega skipulagi sósíalista. Hann
dáðist að bölsýni Schopenhau-
ers og bjartsýni Kants. Og eins
og í bernsku, þróuðust draum-
ar hans örar, er hann varð fyr-
ir áhrifum tónlistarinnar. Hann
fór í Tónlistahöllina og hlustaði
hugfanginn á snillinginn Joa-
chim leika á fiðlu. Og þegar
hann kom heim til sín, tók hann
fram fiðluna sína og lék á hana.
langt fram á nótt.
Hann lauk náminu og öðlað-
ist kennararéttindi. En hann
fékk enga kennarastöðu. Hann
var Gyðingur. Hvenær sem hann
sótti um stöðu, var honum svar-
að á sama hátt: „Persónulega
hefi ég ekkert á móti yður; en
það eru aðrir, þér skiljið . . .“
Hann hafði ofan af fyrir sér
með tímakennslu um slteið, en
síðan fékk hann stöðu sem skrif-
stofumaður í einkaleyfisskrif-
stofunni í Bern. Tímunum sam-
an sat hann álútur við skrif-
borðið sitt og dreymdi um
stjömumar, jafnframt því sem
hann lagði saman talnadálka.