Úrval - 01.02.1944, Síða 105
ÉG SJÁLFUR Á JÖRÐINNI
103
ing. Allá ævi hefi ég hlegið að
reglum og hæðst að erfðavenj-
um, tízku og tilgerð. Hvernig’
er hægt að beita reglum við
jafn dásamlega uppfinningu og
manninn? Sérhvert líf er mót-
sögn, nýr sannleikur, nýtt
kraftaverk, og jafnvel svikarar
eru skemmtilegir. Ég er ekki
heimspekingur og ég trúi ekki
á heimspekikerfi; sjálft orðið
lít ég tortryggni. Ég trúi á rétt
mannsins til að vera í mótsögn
við sjálfan sig. Sagði ég til
dæmis ekki að ég liti á vélar
sem einskis nýtt járnarusl, og
tilbið ég samt ekki ritvélina
mína? Er hún ekki það dýr-
mætasta, sem ég á?
Og nú er ég kominn að sögu-
korninu, sem ég ætlaði að segja.
Það er um sjálfan mig og rit-
vélina mína, og það er í raun
og veru ákaflega hversdagsleg
saga. 1 ódýru vikublöðunum
okkar getið þið fundið miklu
listrænni sögur, sögur um ást
og ástríður og örvæntingu,
sögur um menn sem heita Elmer
Fowler, Wilfred Diggens, og
konur sem heita Florence Far-
well, Agatha Hume, og svo
framvegis.
Ef þið lesið þessi vikublöð,
munið þið finna margar full-
komnar sögur, viðburðarríkar,
með sérstökum geðblæ, stíl,
stígandi, og hvað þau heita öll
þessi einkenni, sem prýða eiga
góða sögu, rétt eins og gott
„mayonnaise” á að vera samsett
úr svo svo miklu af hreinni við-
arolíu, svo svo miklu af rjóma
og svo svo miklu af þeyttum
eggjum. (Nú megið þið ekki
halda að ég hafi gleymt mér og
sé að reyna að vera gáfaður).
Ég er ekki að skopast að þess
um sögum. Ég er ekki að skop-
ast að fólkinu sem les þær. Þess-
ar skáldsögur og mennirnir og
konumar og bömin sem lesa
þær er eitt af ánægjulegustu og
saklausustu táknum vorra tíma,
rétt eins og kvikmyndimar frá
Hollywood og þeir sem eyða
mestum hluta af leyndustu líf-
stundum sínum í að horfa á þær,
eru hið ákjósanlegasta hráefni
fyrir heiðarlegan skáldsagna-
höfund. Til skýringar get ég
þess, að í hvert skipti sem ég fer
í leikhús (og það ermjög sjaldan
sem ég hefi efni á að kaupa mér
aðgang), verð ég djúpt snortinn
af því flóði tilfinninga sem
streymir frá fjöldanum, og
fréttamyndirnar hafa alltaf
kallað tár fram í augu mín. Ég
get ekki horft á flóð, fellibylji,