Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 68
66
tmVAL
nær, birtist okkur skýringin á
þessu furðulega kraftaverki.
Þeir komu reikandi eins og
sturlaðir menn, tungan lafði út
úr þeim, blóðstorkin og bólgin.
Þeir réðust eins og óðir menn
að okkur, hrifsuðu af okkur
vasapelana og teyguðu úr þeim
svalandi vatnið.
Seinna átti ég tal við nokkra
af föngunum, og hér fer á eftir
sagan, sem þeir sögðu mér:
Er þeir höfðu brotizt í gegn
hjá Alamein, daginn áður, höfðu
þeir þegar verið vatnslausir í
tuttugu og fjóra tíma. En að
baki varnarlínu okkar höfðu
þeir fundið sex þumlunga vatns-
leiðslu. Á ýmsum stöðum á
þeirri þriggja km. vegalengd,
sem vatnsleiðslan var ofanjarð-
ar, skutu þeir göt á leiðsluna og
krupu niður til að teyga sval-
andi vatnið, sem streymdi út
um götin. Um þúsund menn alls
drukku vatnið, svolgruðu það í
stórum teygum, létu það renna
m'ður um dofnar og skorpnar
kverkamar, áður en þeim varð
ljóst, að — vatnið var salt!
Alla nóttina þoldu þessir
menn óbærilegar þjáningar. Að-
eins vonin um að geta drekkt
þessum kvölum í svölum lindum
Alexandríu, veitti þeim þrek til
að þrauka af orustuna um
morguninn. En þegar þýzku
skriðdrekarnir lögðu á flótta,
gátu þeir ekki afborið þessar
þjáningar lengur. Þeir tóku á
rás í áttina til okkar — þangað
sem vatnið var!
Orsökin til þess að vatnið var
salt, var sú, að vatnsleiðslan var
ný, og ferskt vatn var aldrei
notað til að reyna leiðslurnar, til
þess var það alltof dýrmætt,
heldur var alltaf notað saltvatn.
Hefðu Þjóðverjar brotizt í gegn
daginn áður, myndu þeir hafa
komið að tómri leiðsunni. 2 dög-
um seinna myndi hún hafa ver-
ið full af fersku vatni. En í stað
þess lentu þeir á saltvatninu, og
þeir uppgötvuðu ekki undir eins,
að vatnið var salt, af því að
bragðfæri þeirra voru dofin af
hinu hálfsalta vatni, sem þeir
höfðu notað undanfarna mán-
uði, og nú síðast af langvarandi
þorsta.
Úrslit þessarar omstu voru
svo tvísýn, að ef þetta óhapp
hefði ekki hent Þjóðverja, hefðu
þeir eins vel getað hrósað sigri.
Og þá hefði Alexandría fallið
í hendur þeirra.
Þannig geta smáatvik haft
áhrif á úrslitastundum sögunn-
ar!