Úrval - 01.02.1944, Page 104
102
tJRVAL
notaður sem efniviður viðbjóðs-
legrar skýrslugerðar ? Hvað
veldur því að einvera hans hef-
ir verið rofin, og guðhræðsla
hans notuð í þágu hryllilegra
morðofsókna og eyðileggingar?
Og ég trúi ekki á verzlun. Ég
lít á allar vélar sem einskis nýtt
jámarusl, samlagnmgarvélina,
bílinn, eimreiðina, flugvélina,
já, og reiðhjólið. Ég trúi ekki á
flutninga, að fara í ferðalög
með líkamann, og mér þætti
gaman að vita, hvert slík ferða-
lög hafa yfirleitt borið menn.
Hefir þú nokkurn tíma yfirgef-
ið sjálfan þig? Er nokkurt
ferðalag eins víðfaðma og
skemmtilegt og ferð hugans
gegnum lífið? Eru nokkur
ferðalok fegurri en dauðinn?
Maðurinn er það eina sem ég
hefi áhuga á. Ég ann lífinu, og
frammi fyrir dauðanum er ég
auðmjúkur. Ég get ekki óttast
dauðann af því að hann er að-
eins líkamlegur. Er það ekki
satt, að í dag erum við báðir
lifandi, faðir minn og ég, og að
í holdi mínu býr öll fortíð
mannsins? En ég fyrirlít of-
beldi og ég hata þá sem beita
því. Sár á htla fingri hfandi
manns ht ég á sem margfalt
hræðilegra og hörmulegra fyr-
irbrigði en náttúrlegan dauða
hans. Og þegar fjöldi manna
er særður til ólífis í styrjöldum
verð ég svo heltekinn af sorg
að heldur við sturlun. Ég verð
magnlaus af reiði. Eina vopn
mitt er tungan, og þó að ég viti
að hún er sterkari en vélbyss-
ur, þá örvænti ég af því að ég
get ekki einn þurrkað burtu þá
eyðileggingar-tilhneigingu, sem
áróðursmenn vekja í brjóstum
mannanna. En ég er sjálfur
áróðursmaður og í þessari sögu
er ég að rejma að vekja hjá
manninum aftur hinn náttúr-
lega virðuleik hans og blíðlyndi.
Ég vil vekja hann aftur til
sjálfs sín. Ég vil taka hann úr
hópnum og senda hann aftur til
síns eigin likama og hugar. Ég
vil lyfta honum upp úr mar-
tröð sögunnar upp í hinn rólega
draum hans eigin sálar, hina
einu sönnu sögu mannkynsins.
Nautfé má reka í hópa. En þeg-
ar sál mannsins er tekin frá
honum og hann gerður að hóp-
menni, er líkami guðs lostinn
kvölum, og þess vegna er slík-
ur verknaður guðlast.
Mér er andstæð öll meðal-
mennska. Ég get elskað heiðar-
legan heimskingja, en ég get
ekki elskað óheiðarlegan snill-