Úrval - 01.02.1944, Side 43
STARF FRÉTTAÞULSINS
41
Látið þér tilfinningar yðar
hafa nokkur áhrif á lesturinn?
spyrja menn.
Ef átt er við það, að við þul-
irnir hlökkum yfir góðum frétt-
um og tölum dapurlega, þegar
fréttirnar eru slæmar, þá er
svarið nei. Fréttirnar eru hlut-
laust samdar og tala sínu máli.
En auðvitað verður tónn þess
sem les að vera í samræmi við
innihaldið. Oft eru tilkynntir
mikhr sigrar (sem betur fer),
og þá er engin ástæða til annars
en að láta sinn eigin fögnuð
koma í ljós. Á sama hátt er
það sjálfsagt að segja frá alvar-
legum ósigri með alvöruhreim.
Ég get strax svarað þeirri
spumingu, að ég hefi oft fylgzt
með í sögulegum viðburðum.
Til gamans skal ég segja frá
hinum merkasta þeirra.
3. september 1939 var sunnu-
dagur, og ég átti morgunvakt.
Tilkynnt hafði verið að þýðing-
armikil tilkynning yrði lesin
klukkan tíu um morguninn og
að síðar myndi forsætisráðherr-
ann (sem þá var Neville
Chamberlain) tala til þjóðar-
innar. Þegar ég kom til forsæt-
isráðherra, var stjórnin á fundi,
og ég beið með mikilli eftir-
væntingu. Klukkan korter fyrir
tíu gerði ritari forsætisráðherra
boð fyrir mig. Hann var alvar-
legur í bragði, þegar hann fékk
mér skjal og tilkynnti mér, að
efni þess ætti að lesa klukkan
tíu. Ég las það mjög vandlega í
hálfum hljóðum. Ég vissi, að
ég myndi tæplega aftur eiga
eftir að lesa þýðingarmeiri
tilkynningu og nú reið á að
standa sig. Hljóðneminn var
settur í samband, og klukkan
sló tíu.
„Þetta er London. Út hefir
verið gefin opinber tilkynning,
sem hér fer á eftir .... hefir
tilkynnt þýzku ríkisstjórninni,
að hafi hún eigi innan klukkan
ellefu eftir brezkum sumartíma
í dag, þriðja september, gefið
fullnægjandi tryggingu . . . ,
muni ófriðarástand ríkja milli
landanna frá þeim tíma. Stjóm-
in væntir nú hvers þess svars,
er þýzka ríkisstjórnin kann að
gefa. Forsætisráðherrann mun
tala til þióðarinnar klukkan
11.15“.
Hljóðnemanum var lokað, og
fimm stundarfjórðungar voru,
þar til aftur yrði útvarpað. Ég
talaði við vélamennina, og öll-
um var þungt í huga. Tíminn
leið, og klukkan sló ellefu.
Fresturinn var útrunninn.