Úrval - 01.02.1944, Síða 125
EINSTEIN
123
með nærri fullkominni ná-
kvæmni kenningu Einsteins.
Ljósgeislinn bognaði raun-
verulega, á þann hátt og eins
mikið og Einstein hafði reiknað
út. Nýr skilningur á alheimin-
um hafði skapazt í hugum
mannanna.
Þegar Einstein hafði fengið
ljósmyndir stjömufræðinganna
til athugunar, leit hann á þær
með hæðnisglampa í augunum
og tautaði við sjálfan sig: „Nú,
þegar búið er að sanna afstæðis-
kenningu mína, mun Þýzkaland
telja mig Þjóðverja og Frakk-
land lýsa yfir því, að ég sé
heimsborgari. Ef kenning mín
hefði reynzt röng, hefðu Frakk-
ar sagt, að ég væri Þjóðverji
og Þjóðverjar kallað mig Gyð-
ing.“
V.
Enginn var meira undandi en
Einstein sjálfur yfir hinni
skyndilegu frægð, sem helltist
jrfir hann. Það fór líkt fyrir
honum og Byron: Hann vakn-
aði við það einn morgun, að
nafn hans var á hvers manns
vörum. Ekki aðeins vísinda-
menn, heldur og miljónir al-
múgafólks um víða veröld,
höfðu gert hann að einskonar
heimilisguði. — Niðurstaða
stjömufræðinganna hafði verið
símuð blöðunum. Hann var önn-
um kafinn við að sitja fyrir hjá
myndasmiðum, veita blaða-
mönnum viðtöl og hafna til-
boðum frá Hollywood — en
þaðan kom meðal annars eitt
tilboð um að hann léki í kvik-
mynd fyrir 250 þúsund krónur
á viku. I vandræðum sínum
sneri hann sér til konu sinnar:
„Þetta stendur ekki lengi —
getur ekki staðið lengi. Menn
em í uppnámi eins og er, en á
morgun verður allt gleymt.“
Hann þráði ekki frægðina. En
þegar frægð hans óx stöðugt,
varð hann gramur, því að hann
hafði ætlað sér að eyða ævinni
í kyrrlát rannsóknastörf. Og nú
gat hann ekki hugsað lengur
fyrir hávaða. Hvað vildi fólkið
honum? Hvers vegna leyfðist
honum ekki að lifa eins og
hver annar? Hvers konar villi-
mennska og brjálæði var þetta?
„Allir tala um mig, en enginn
skilur mig.“
Og þessu var raunar þannig
farið. Það hirti enginn um að
skilja þennan töframeistara
stærðfræðinnar. — Eitt kvöld
kynnti ung stúlka mannsefnið
sitt fyrir prestinum sínum. Dag-