Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 117
EINSTEIN
115
neinum félögum að halda. Og
hann samdi söngva guði til
dýrðar og var óumræðilega sæll.
En brátt lét mótlætið á sér
bæra. Einstein hafði verið alinn
upp í gyðinglegum átrúnaði, en
i skólanum var kennd kaþólsk
trú. Og barnshjartað gat ekki
greint neinn ósamræmanlegan
mun á gamla testámentinu og
hinu nýja — þau voru bæði
fögur Ijóð, sorgleg og sönn,
um þjáningar spámannanna og
kvalir frelsarans. Hann dáði
þau bæði og unni þeim, á sama
hátt og hann hreifst af átta-
vitanum sínum og söngvunum.
En dag nokkurn kom kennarinn
inn í skólastofuna með stóran
nagla. Hann sagði bömunum,
að Jesús hefði verið negldur á
krossinn með þessum nagla. Og
allt í einu litu allir á Albert,
eins og það hefði verið hann,
sem hefði krossfest Krist. Hann
sá hatrið ummynda andlit
bekkjarbræðra sinna. Og hann
gat ekki skilið þetta. Hann
roðnaði af blygðun — ekki
vegna sjálfs sín heldur hinna —
stóð upp og þaut út úr skóla,-
stofunni.
Hann átti enga aðra félaga
en bækur. Hann tengdist vin-
áttuböndum við Evklid, Newton,
Spinoza og Descartes — stærð-
fræðinga og heimspekinga lið-
inna alda, en verkum þeirra
hafði hann kynnzt, áður en hann
varð fimmtán ára. Og hann dáði
skáldin og tónsnillingana —
Heine, Schiller, Goethe, Beet-
hoven, Mozart og Bach. Með því
að vera í sálufélagi við þessa
andans menn, kynntist hami
heimi, sem var byggður upp af
reglu, samræmi og rökfastri
hugsun.
Þegar Albert var í unglinga-
skólanum, fann hann enn meiri
þörf hjá sér „til þess að drekkja
einstæðingsskap sínum í bók-
um“. Faðir hans hafði orðið fyr-
ir alvarlegum fjárhagslegum
hnekki í sambandi við verzlun-
arrekstur sinn og fluttist með
fjölskyldu sína til Mílanó, til
þess að reyna að bæta hag sinn.
Albert var skilinn eftir í Miin-
chen.
Þegar frí var í skólanum, brá
hann sér til Mílanó. Hann kunni
vel við sig á Italíu. Hann afsal-
aði sér hinum þýzka borgara-
rétti sínum, en sótti þó ekki um
að gerast ítalskur ríkisborgari.
Hann kaus að vera frjáls og
óháður — heimsborgari.
Faðir Alberts leizt ekki á sér-
vizku hans. Það var kominn