Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 41
STARF FRÉTTAÞULSINS
39
miklar umræður fara fram á
þingi, eða þegar herstjórnar-
tilkynningar tefjast fram á síð-
ustu stund. Þá kemur það fyr-
ir, að þulurinn tekur að lesa
fréttimar fyrir framan hljóð-
nemann, án þess að hafa lesið
þær allar áður.
Það er ekkert annað en hreinn
sannleikur, sem við þulirnir
segjum, þegar við komumst svo
að orði, að síðan fréttalesturinn
hófst, hafi þessi og þessi frétta-
tilkynning borizt. Þá ríður á að
taka öllu með ró og vona, að
engin misritun hafi orðið og að
■ekki felist í fréttinni nein fram-
burðargildra.
Hvernig farið þér að því, að
bera fram öll þessi útlendu
staðamöfn ? er önnur spum-
ingin.
Þessari spurningu er ekki
hægt að svara, svo að gagn sé
að í stuttri grein. I raun og veru
er hún efni í heila grein. En við
höfum aðgang að ágætis hand-
bókasafni, og ef það dugir ekki,
þá er hægt að spyrja sérfræð-
ing í hljóðfræði, sem einnig er
við höndina. Geti hann ekki
sjálfur svarað, hringir hann til
annara manna, sem oftast nær
geta lesið úr erfiðum nöfnum,
eins og CERNAUTI (í Rúmen-
íu), HELLEVOESTSLUIS (Hol-
landi), MYITNGE (Burma), eða
BYDGOSZCZ (Póllandi).
Síðan farið var að útvarpa á
allt að 40 útlendum tungumál-
um, er oft hægt að leita ráða
hjá starfsmönnum hinna út-
lendu deilda fréttastarfseminn-
ar. Náist ekki til þeirra, er oft
hægt að fá upplýsingar hjá hlut-
aðeigandi sendisveit.
Yfirleitt keppum við að því
að grafa upp hinn rétta fram-
burð, en síðan kemur til álita,
hvort hann eigi að nota. Sé um
eiginnafn manns að ræða, þá er
reynt að segja það blátt áfram,
án þess að elta hinn útlenda
framburð um of, en um staðar-
nöfn er fleira, sem athuga verð-
ur.
Ef til er algeng útgáfa nafns-
ins á ensku, þá er hún notuð
(ítalska borgin Livorno nefnist
Leghorn á ensku). Ef fram-
burður íbúanna er svo ólíkur
rithættinum, að hlustendur
myndu ekki geta fundið nafnið
á korti, þá er framburðurinn
færður til samræmis við réttrit-
un. Borg nefnist Lwow í Pól-
landi. Það nafn bera Pólverjar
sjálfir fram líkast ,,vúff“. Þá er
vandamálið, hvort nota beri
enskar áherzlur. Ég tek til