Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 63
Stórkostleg bylting fyrirsjáanleg í
byggingu aflvéla.
Gastúrbínan.
Grein úr „Science News Letter“,
- eftir J. D. Ratcliff.
\ 7EGNA þagnaðarhulu ófrið-
’ aráranna hefir almenning-
ur litlar fregnir fengið af hinni
nýju aflvél, sem vélaverkfræð-
ingar nútímans hafa skapað,
en það er gastúrbínan. Þetta er
einfaldasta, fyrirferðarminnsta
og líklega sparneyfnasta aflvél,
sem til er og er þegar í notkun
í fjölmörgum iðjuverum.
Gufuvélin, gufutúrbínan, ben-
zínmótorinn og dísilvélin, sér
hver ný aðferð að breyta elds-
neyti í orku hefir skapað nýjar
iðngreinar og gjörbreytt hinum
gömlu. Gastúrbínan mun áreið-
anlega gjöra hið sama.
Grundvöllur gastúrbínunnar
er mjög einfaldur. Hún er í raun
og veru vindmylla. Er loft-
straumur leikur um vindmyllu-
vængina, þá snúast þeir og
skapa afl, sem dælir vatni eða
malar korn. Ef við setjum vind-
mylluvængina innan í stálhólk
og blásum á þá gufu frá gufu-
katli höfum við gufutúrbínuna.
Gastúrbínan sniðgengur gufu-
ketilinn og hið margbrotna véla-
kerfi í sambandi við hann,
hennar hjól snúast fyrir gas-
útstreymi, beint frá hinu brenn-
andi eldsneyti.
Öll gastúrbínusamstæðan er
eins einföld og grundvallarlög-
málið, sem hún byggist á. Elds-
neytinu — hvort sem það er
olía, jarðgas eða unnið gas —
er blásið með þrýstilofti inn í
brennarann alveg eins og við
venjulega olíukyndingu. Þrýsti-
loftið og eldsneytið þenjast
óskaplega út í hinum mikla hita
og snúa mylluhjólinu, en orkuna
frá því er hægt að hagnýta
eftir því, sem henta þykir.
Túrbínublöðin eru ekkert
svipuð óvönduðum vindmyllu-
vængjum, heldur mörg þúsund
smá-spaðar smíðaðir með hár-
nákvæmni, úr svo dýrum málm-
blöndum, að þær eru næstum
gulls ígildi. Blöðin á loftþrýst-
inum eru í laginu líkust litlum