Úrval - 01.02.1944, Qupperneq 46
44
TJRVAL
margra vikna erfitt starf, þótt-
ust sérfræðingamir einnig hafa
leyst þetta viðfangsefni. Enn
skapaðist nýtt vandamál: Var
hægt að útbúa vélar, sem ráðið
gætu við smíði þessa ógurlega
málm-ferlíkis, sem hér var um
að ræða?
Fram úr þessu var ráðið, og
vélamar voru fullgerðar eftir
nokkrar vikur. En þá var eftir
að leysa síðasta hnútinn: Myndi
vera hægt að fullgera fallbyss-
una áður en stríðinu yrði lokið ?
Var nú enn hert á vinnuhraðan-
um og ný met sett, — unnið var
nótt með degi.
Þá hvarf, einn daginn, ákaf-
lega þýðingarmikið skjal. Hér
vom njósnarar á ferðinni! En
svikarinn náðist áður en hon-
um hafði tekizt að koma frá sér
teikningunni, — svo að leynd-
armálinu var borgið.
Vorið 1917 — eftir 7 mánaða
strit — var fallbyssan tilbúin
til prófunar. Nú var enginn
skotvöllur til nægilega víðáttu-
mikill, og var því það ráð tekið,
að skjóta til hafs, nálægt Cux-
haven. Þessi skotæfing varð
mönnum mikil vonbrigði. Fall-
byssan dró aðeins 90 km. í stað
120, sem áætlað hafði verið.
Varð því að fara með hana til
Essen og byggja upp af nýju.
Þegar hún var loks fullgerð,
voru valdir 10 menn úr stór-
skotaliði flotans í Kiel, til að
„þjónusta" hana. Þessir menn
voru sendir til Laon, en þar voru
fyrir 50 menn, sem voru að
vinna að'endanlegum undirbún-
ingi. Auðmaður einn af þýzkum
ættum, sem átt hafði heima í
París í 20 ár, eldheitur þýzkur
ættjarðarvinur, var til þess
kjörinn að gefa skýrslu um,
hvar skotin kæmu niður í París.
Átti hann að senda hinum þýzku
H. O. K. (aðalstöðvum) tilkynn-
ingar um markhæfni skotanna,
eftir rækilega undirbúnum
,,keðju“-leiðum um Sviss.
Fallbyssunni var nú valinn
staður nálægt þorpinu Crépy, í
grennd við Laon, og þar gengið
frá henni. Á þessum slóðum
skagaði víglínan lengst í vest-
ur, næst París. Því nær tveir
mánuðir fóru í að fullgera þess-
ar stöðvar. Undirstöðupallurinn
gleypti 100 smálestir af stein-
lími, 200 smálestir af möl og
2^4 af stáli til brynvarna.
Óvinaflugvélar gerðu sífellt
ónæði, og hér þurfti sérstaklega
að vanda til ,,dulbúnings“. Jafn-