Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 74
72
tJRVAL,
Hann leit út undan sér á menn
sína, sem famir voru að glotta.
„Meinherr," sagði Macek.
,,Ég grátbæni yður um að láta
hann fara. Harm er þreyttur og
hefir lengi verið hungraður.
Látið hann komast til ættingj-
anna. Þeir gefa honum að borða
og hjúkra honum. Ég er lista-
maður. Ég hefi margt reynt. En
hann er ungur og óharðnaður.
Ég sver það sem listamaður
að . . .“
,,Ég er ákaflega mildur,“
svaraði foringinn. Hann var
farinn að hafa gaman af þess-
um skrípaleik. Einkum naut
hann þess að sjá starandi ang-
istina í augum drengsins. ,,Ég
held nú, að þú hafir stolið þess-
um listamannsfötum og skjöl-
um. Fötin eru of stór. Þetta er
allt mjög grunsamlegt.“
„Ég hefi soltið, meinherr,“
sagði Macek í örvæntingu, og
svitadroparnir hrukku af enni
hans. Hann vissi, að verið var
að hæðast að honum, en hér var
ekki hægt að gera annað en að
leika það hlutverk, sem honum
var fengið. „Ég er listamaður.
Leyfið mér að sanna það. Fáið
mér hnífana og bendið mér á
skotmark . . .“
„Ættum við að fá þér vopn
í hönd ?“ spurði foringinn í upp-
gerðar-undrun. „Ottó,“ sagði
hann við einn manna sinna. „Ef
þessi maður snertir einn einasta
hnif, þá skýtur þú hann.“
Macek fómaði höndum, og
pilturinn titraði af ótta. Augu
hans vora galopin og lýstu
örvita hræðslu. Samt tók hann
til máls, hálfhvíslandi:
„Meinherr. Leyfið frænda
mínum að sanna list sína, áður
en þér sendið hann á brott. Ég
skal vera skotmark, og hann
skal sanna yður, að hann missir
ekki marks. Hann hefir lof ...“
„Lofað hverju“, spurði for-
inginn og horfði glottandi á
piltinn. Drengurinn var nú ekki
lengur fölur, heldur hafði hann
stokkroðnað, en jafnskjótt vék
roðinn úr kinnum hans fyrir
sama dauða-fölvanum. „Við ætl-
um ekki að halda þér lengur
héma en þangað til mál frænda
þíns hefir verið rannsakað“,
hélt hann áfram. „En hverju
lofaði hann? Lofaði hann að
kasta hníf að hverjum þeim, sem
vildi vama ykkur vegarins ?
Var það það, sem hann lofaði?“
Pilturinn tók aftur til máls,
þurr um kverkamar:
„Nei, herra. Hann lofaði að
kenna mér listir sínar“.