Úrval - 01.02.1944, Side 99
MAÐURINN 1 GLERHÚSINU
9?
kúpunum í maí á vorin, þegar
gnægð er af karlflugum og
hinar ungu drottningar koma
út til að leita ástarævintýrs-
ins. Það er undravert samfélag,
sem þær hafa skapað —
„Já, það hlýtur að vera,”
sagði Pitwell.
„En stundum,” sagði ég,
„finnst mér eitthvað hræðilegt
við það, og nú kem ég að því,
sem ég vildi sagt hafa. Þróun
býflugnanna er á sumum svið-
um komin lengra en þróun
mannsins, og þróun þeirra er
miklu eldri. Þú veizt, að stein-
gerðar býflugur hafa fundizt,
sem sýna, að fyrir milljónum
ára var býflugan að heita má
alveg eins og hún er nú. Hugs-
aðu þér!
Þegar ég hefi legið í sólskin-
inu og virt fyrir mér flugurnar,
hefi hugsað um þetta, gripinn
ömurlegri þreytukennd, — eng-
in takmörk, enginn endir, engin
þróun, alltaf þessi sífellda,
hræðilega endurtekning! ’ ’
Það var þessi sama ömurlega
þreytukennd, sem greip mig
í gærkveldi, þegar ég sat og
horfði inn í þessa undarlegu
býkúpu, sem þið kallið verk-
smiðju. Allt í einu vaknaði sú
spurning hjá mér, hvort menn-
irnir væru ekki, á sama hátt og
býflugurnar, komnir út á stirðn-
aða braut hins vélræna lífs, þar
sem þeir halda áfram að endur-
taka sig í sífellu í milljónir ára,
án vitundar um nokkurn til-
gang, og án þess að geta breytt
nokkru um gang þess. f ríki bý-
flugnanna stjórnast einstakling-
urinn af skipulaginu, líf þeirra
er runnið í óbifanlegar skorð-
ur, sem einstakar býflugur geta
engin áhrif haft á.
Eg átti skemmtilegt samtal
við manninn í glerhúsinu. Mér
fannst eftir á eins og ég hefði
verið að tala við eitt af
vinnudýrunum í býflugnabúinu
mínu.”
Því næst sagði ég Pitwell eins
nákvæmlega og ég gat hvað
skeð hafði í verksmiðjunni.
Eftir nokkra þögn sagði hann.
„Hvers varztu vísari um verk-
fallið ? Við höfum reynt að fara
vel með mennina okkar — við
höfum farið vel með þá — en
samt gera þeir verkfall.”
„Það sem mér fannst mest
til um í gærkvöldi voru þau
undratæki, sem snilli manns-
andans hefir skapað til að
vinna í þágu mannkynsins. Það
er miklu stórfenglegra en Plato
hefði nokkumtíma getað ímynd-