Úrval - 01.02.1944, Side 114
112
tJRVALi
að þrá ritvélina mína aftur. Mig
fór aftur að langa til þess að
setja orð mín á pappír. Að byrja
að nýju. Að segja eitthvað og
sjá, hvort það yrði hið eina
rétta. En ég hafði enga pen-
inga. Dögum saman var ég al-
tekinn af þessari þrá eftir rit-
vélinni minni.
Þetta er öll sagan. Ég býst
ekki við að endirinn sé mjög
listrænn, en það er endirinn
eigi að síður. Kjami sögunnar
er þessi: Dögum saman var ég
altekinn af þrá eftir ritvélinni
minni.
í morgunn fékk ég hana
aftur. Hún er fyrir framan
mig núna og ég er að skrifa á
hana, og þetta er það sem ég
hefi skrifað.
. V .
1 klaustri.
David Niven segir sögu af brezkum fiugmanni, sem varð að
nauðlenda í Belgíu fyrir skömmu og bjargað var af nunnu. Hún
fór með hann í klaustrið með sér, fékk honum nunnuklæðnað
og sagði við hann: „Talið ekkert og látið sem minnst á yður
bera. Fyrr eða síðar mun okkur takast að koma yður yfir til
Englands."
1 átta vikur talaði flugmaðurinn ekki við neinn, rakaði sig
átta sinnum á dag og hagaði sér að öilu leyti eins og fyrir-
myndarnunna. En kvöld eitt sá hann unga, fallega nunnu, al-
eina frammi í búri. Þetta varð honum of mikil freisting og áður
en hann vissi af var hann búinn að taka hana í fang sér. En
móttökurnar voru kuldalegar. Hann fékk svo vel útilátinn löðr-
ung, að hann riðaði á fótunum. „Haltu þér í skefjum, karl minn,“
sagði djúp karlmannsrödd, „þér er engin vorkunn, ég er búinn
að vera hér síðan rétt eftir undanhaldið frá Dunkerque!"
— Bennet Cerf í „Saturday Review of Literature."
o @ o
^LLI R menn eru eins og tunglið. Þeir hafa sínar dökku hliðar,
sem þeir sýna ekki neinum.
— Mark Twain.